Leita í fréttum mbl.is

Útúrsnúningur

Fyrir skemmstu fjallaði RÚV um orkuverð til Norðuráls, og eins og Orkubloggarinn sagði

Þar á bæ þótti eðlilega fréttnæmt að hið nýlega álver Norðuráls á Grundartanga greiði sem nemur um 25-30% lægra verð fyrir raforkuna, heldur en orkuverð til álvera í heiminum er að meðaltali.  

Orkubloggarinn gerir þetta að umræðuefni í ítarlegum pistli Strictly Confidential.

Nýjasta útspil Norðuráls hljómar eins og tilraun til a:

a) skipta um umræðuefni,

b) leggja áherslu á jákvæð atriði,

c) hundsa neikvæða gagnrýni,

d) halda uppi skvaldri á meðan fólk gleymir,

e) allir ofangreindir kostir.

Það er skylda að lesa pistil orkubloggarans, þótt í lengra lagi sé. Þáttaka í lýðræðisamfélagi á ekki að takmarkast af lestrarþoli.

 


mbl.is Segir stóriðjuna borga meira
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar

Rak einmitt augun í þetta:

Ragnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Norðuráls, segir að álframleiðendur á Íslandi borgi meira fyrir raforkuna en almenningur, að teknu tilliti til nýtingarhlutfalls.

Það skiptir engu máli því við, almenningur, borgum líka fyrir alla orkuna sem fer til spillis heima hjá okkur.

Arnar, 24.3.2010 kl. 12:24

2 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Ótrúlegt bull í þessum Ragnari Guðmundssyni.

Guðmundur Pétursson, 25.3.2010 kl. 02:05

3 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Eins og oftar er ég alveg sammála þér, frændi sæll.

Hólmfríður Pétursdóttir, 26.3.2010 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband