26.3.2010 | 16:52
Hvað lærir maður í háskóla?
Fyrr í dag voru nemendur af náttúrufræðibraut Verslunarskólans í heimsókn hjá okkur í Öskju. Við kynntum fyrir þeim nám í líffræði við HÍ og Þórarinn Guðjónsson ræddi við þau um námsmöguleika við Læknadeild HÍ.
Nemendurnir spurðu margar ágætra spurninga. Ein spurning sem brennur ætið á nemendum sem eru að ljúka framhaldskóla, "hvaða starfsmöguleika gefur þetta nám?"
Það fer vitanlega dálítið eftir því hvaða námsbraut fólk fer á hvaða starfsmöguleikar liggja beinast við. Við lögðum hinsvegar áherslu á að nám í háskóla, og að okkar viti sérstaklega í raungreinum og læknisfræði, er í raun nám í vinnubrögðum.
Það sem maður lærir í háskóla er:
- að tileinka sér þekkingu, með því að lesa eða framkvæma athuganir og rannsóknir.
- að miðla þekkingu sinni eða niðurstöðum, í rituðu máli, í fyrirlestri eða því að kenna öðrum.
- aðferðir vísinda og þjálfa gagnrýna hugsun.
- vinnulag, t.d. að skipuleggja vinnu sína, brjóta verkefni í litlar framkvæmanlegar einingar, halda tímaáætlun.
- að vinna í hóp og eiga samskipti við fólk.
Vitanlega skiptir grunnþekkingin máli, eins og að vita hvernig manneskjan er uppbyggð, hvernig bakteríur virka og hvaða lögmál stjórna vistkerfum (sjávar og spítala).
Að loknu líffræðiprófi var ég örlítið undrandi því ég kunni ekki nöfn allra íslenskra blóma. Ætli það hafi ekki verið þá sem það rann almennilega upp fyrir mér að ein manneskja getur aldrei lært allt. Í veröldinni eru a.m.k. 35.000.000.000 tegundir lífvera. Það að ætla að leggja nöfn þeirra allra á minnið er álíka gagnlegt og að muna aukastafina á Pí eða telja öll orðin á veraldarvefnum.*
Mikilvægast að geta sett sig inn í málin og rætt þau af skynsemi.
*Síðasta málsgreinin var leiðrétt 28 mars 2010, innsláttarvilla fjarlægð og orðalag betrumbætt.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt 28.3.2010 kl. 14:55 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.