28.3.2010 | 16:54
kynslóð fram af kynslóð
Það er mjög erfitt að finna fólk sem hafnar eftirfarandi staðreynd:
börn líkjast foreldrum sínum vegna þess að þau erfa afrit af genum foreldranna.
Einnig er sjaldgæft að fólk hafni því að
barnabörn líkjast afa og ömmu vegna þess að þau erfa afrit af genum þessara forfeðra sinna.
Að sama skapi hafna því fáir nútildags að:
afríkubúar og evrópubúar séu skyldir, vegna þess að þeir erfðu afrit af genum sameiginlegs forföður.
Samt er hellingur af fólki sem getur ekki kyngt eftirfarandi staðreynd:
menn og simpansar eru svipaðir að upplagi og byggingu, vegna þess að þeir erfðu afrit af genum sameiginlegs forföður.
Þessar fjórar staðreyndir hafa aldrei verið hraktar, þrátt fyrir margskonar tilraunir og ítarleg próf.
Samt er umtalsverð andstaða við staðreynd fjögur. Ástæðan er sú að hún stangast á við þá sannfæringu sumra um að maðurinn hljóti að vera skapaður af yfirnáttúrulegri veru.
En sömu gögn og staðfesta skyldleika foreldris og barns, afa og barnabarns, og allra núlifandi manna, styðja skyldleika manna og simpansa.
Í greininni sem fjallað er um í mbl.is er unnið með sýni af óþekktri mannveru úr Denisova hellinum í austanverðu Rússlandi/Síberíu, og gögnin sýna að hvatberalitningu hennar er fjarskyldur þeim sem fundist hafa mönnum og í Neanderthalsmönnum.(mynd úr grein Krause og félaga - afsakaði lélega upplausn).
Röðin úr Denisova beininu er lituð í rauðu á ættartrénu. Hún er greinilega fjarskyldust þeirra sem þarna eru skoaðar, bláu sýnin eru úr beinum Neanderthalsmanna. Grálituðu greinarnar eru úr mismunandi stofnum manna, dýpstu greinarnar eru afrískar og evrópubúarnir sitja um miðbik ættartrésins.
Með aðferðum stofnerfðafræðinnar er hægt að meta að u.þ.b. 1 milljón ár eru síðan síðasti sameiginlegi forfaðir okkar og Denisova mannsins/manntegundarinnar var uppi. Skekkjan er umtalsverð, 780-1300 þúsund ár.
Ég á ekki beinlínis von á að grein Krause og félaga geri sköpunarsinnum kleift að sjá villu síns vegar.
Það er hægt að benda á hversu samfelldur breytileikinn í náttúrunni er. Það væri hægt að nota dæmið hér í upphafi, og rekja tíunda staðreyndirnar um erfðir og skyldleika kynslóð fram af kynslóð.
Það sem á við foreldri og barn, afa og barnabarn, langaafa og barnabarnabarn....o.s.frv, á einnig við um okkur og sameiginlegan forföður manna og simpansa. Það að afneita staðreyndum sameindalíffræði og þróunarfræði við 100uðasta ættlið eða þann milljónasta er annað hvort hentistefna eða fáviska.
Af einhverri ástæðu treysta sköpunarsinnar sér til þess að afneita lögmálum um erfðir og sameiginlegan uppruna þegar þeim hentar, þ.e. þegar þeim þykir vegið að trú sinni á sköpunarsögu biblíunar.
Ítarefni:Johannes Krause o.fl. The complete mitochondrial DNA genome of an unknown hominin from southern Siberia Nature 2010.
Áður óþekkt frummannategund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 17:52 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Usssussuss, hann Mofi á eftir að jarða þessa rökfærslu þína í einu kommenti.
Jón Steinar Ragnarsson, 28.3.2010 kl. 17:50
Látum hann reyna...eitthvað annað en að skipta um umræðuefni.
Arnar Pálsson, 28.3.2010 kl. 17:53
Hann kemur með link á Answers in genesis.com og jarðar þig.
Flott grein hjá þér. Það þarf stundum að mata einfalda hluti með teskeið.
Jón Steinar Ragnarsson, 28.3.2010 kl. 18:37
Pæling: En hvað ef allar lífverur jarðarinnar eru skapaðar af þessari yfirnáttúrulegu veru sem þú nefndir, getur þá ekki verið að allar lífverurnar beri eitthvað af erfðaefni hennar? Og ástæðan fyrir því að sameiginlegt erfðaefni finnst ekki í öllum lífverum er sú að það er ekki sama erfðaefnið sett í allar lífverur heldur mismunandi erfðaefni yfirnáttúrulegu verunnar í mismunandi lífverur? Bara pæling sko :)
Bryndís (IP-tala skráð) 29.3.2010 kl. 10:33
Takk Jón
Líffræði er alveg merkilega einföld, en það sem flækist fyrir manni er að útskýra hana.
Takk fyrir innslagið Bryndís
Allar lífverur á jörðinni eru með DNA sem erfðaefni. Munurinn á milli lífvera liggur í því hvaða gen og hvaða útgáfur af genum hver tegund er með.
Varðandi spurningu þína, þá bið ég þig um að velta fyrir þér hvort að þú sættir þig við yfirnáttúrulega skýringu á lífinu, eða hvort þú vilt frekar treysta á vísindalega skýringu?
Hliðstætt við dæmið þitt, þá getur verið að guð skapi nýtt barn í hverju einasta tilfelli, ekki að börnin verði til við getnað og þroskun í móðurkviði.
Ég afgneita svona óprófanlegum hugmyndum, og styðjast frekar við lögmál Mendels, Darwins og Fishers um erfðir, skyldleika og erfðabreytileika í stofnum.
Arnar Pálsson, 29.3.2010 kl. 13:59
Hvers eiga börn með fæðingargalla, langtímasjúkdóma eða þau sem fæðast andvana að gjalda, hvað hafði guðinn á móti þeim?
Smá pæling fyrir Bryndísi sko..
Jú jú, það getur vel verið að einhver yfirnáttúruleg vera 'skapi' hverja einustu lífveru og leiki sér að því, svona til að fá einhverja tilbreytingu í lífið, að hafa enga eins. Það útskýrir hinsvegar ekki neitt, "guð gerði það" er svona "af því bara" svar.
Þróunarlíffræði er hinsvegar besta útskýringin á fjölbreytileika lífs sem við höfum í dag.
Arnar, 29.3.2010 kl. 15:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.