Leita í fréttum mbl.is

Einkaleyfi á genum felld úr gildi

Vissar stökkbreytingar í BRCA1 og BRCA2 genunum auka líkurnar á brjóstakrabbameini, og hafði fyrirtækið Myriad genetics sjö einkaleyfi á greiningu á göllum í þessum tveimur genum.

American civil liberties union og tveir einkaaðillar sóttu dómsmál til að hnekkja þessum einkaleyfum.

Málið var metið á ríkisgrundvelli af dómaranum Robert W. Sweet (United States District Court). Ályktun hans var afgerandi, einkaleyfi á genum eru óviðeigandi því ekki er hægt að fá einkaleyfi á lögmálum náttúrunnar. Úr umfjöllun NYTimes. 

Judge Sweet, however, ruled that the patents were “improperly granted” because they involved a “law of nature.” He said that many critics of gene patents considered the idea that isolating a gene made it patentable “a ‘lawyer’s trick’ that circumvents the prohibition on the direct patenting of the DNA in our bodies but which, in practice, reaches the same result.”

The case could have far-reaching implications. About 20 percent of human genes have been patented, and multibillion-dollar industries have been built atop the intellectual property rights that the patents grant.

Í framhaldi greinarinnar var síðan rætt um afleiðingarnar. Mörg fyrirtæki, þar á meðal Decode genetics, byggja starfsemi sína að einhverju eða öllu leyti á þeirri hugmynd að hægt sé að selja erfðapróf. Myriad genetics hafði einkaleyfi á stökkbreytingum sem auka líkurnar á brjóstakrabba mjög mikið, og seldu konum erfðapróf fyrir brjósta og eggjastokkakrabbamein upp á $3000.

ACLU sótti málið einnig á grundvelli einkaréttar ákvæða stjórnarskrárinnar en Sweet dómari áleit ekki nauðsynlegt að meta málið á þeim grundvelli, einkaleyfalögin myndu duga til að meta málið.

Líklegt er að Myriad genetics vísi málinu til hæstaréttar.

Því miður gerist það veitt eru einkaleyfi á líffræðilegum fyrirbærum eða aðferðum vegna þess að matsaðilla vantar þekkingu til að meta þau almennilega.

Ítarefni

Judge Invalidates Human Gene Patent eftir  JOHN SCHWARTZ og ANDREW POLLACK New York Times. March 29, 2010

Turna Ray á www.genomeweb.com Can ACLU Expect to Win Its BRCA Gene Patenting Case Before it Even Gets to Trial?

Af vefsíðu ACLU Patents On Breast Cancer Genes Ruled Invalid In ACLU/PubPat Case

*Leiðrétting - fyrsti titillinn var alger skelfing "Óleyfilegt að fá einkaleyfi á genum", vonandi er sá nýi skárri. 30. mars 2010, kl 12.26.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband