8.4.2010 | 11:12
Varnir gegn sýkingum
Sýkingar eru töluvert vandamál í fiskeldi, líklega vegna þess hversu þétt fiskar eru í kví eða keri.
Leiðirnar til að verjast slíkum sýkingum eru nokkrar, bólusetningar, efnavarnir, val fyrir þolnum afbrigðum fiska og notkun á varnarefnum úr plöntum og öðrum lífverum.
Í dag verður fjallað um leiðir til að nota örverur sem vörn í fiskeldi. Um er að ræða fræðsluerindi á vegum Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að
Keldum. Úr tilkynningu:
Fyrirlesari: Prófessor Brian Austin örverufræðingur, forstöðumaður Institute of Aquaculture, University of Stirling, Skotlandi. Heiti erindis: The use of probiotics and medicinal plants for the control of diseases in aquaculture. Erindið verður haldið fimmtudaginn 8. apríl, kl. 12:20 á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum.
Probiotics, which are regarded as live or dead micro-organisms or their products with health benefits to the host, are steadily gaining use in aquaculture for disease control, supplementing or even in some cases (e.g. in Ecuador) replacing the use of antimicrobial compounds.
Því miður hef ég ekki heppilega þýðingu á orðinu Probiotics, hvað með lesendur? Dr Austin er komin hingað til lands vegna doktorsvarnar Rannveigar Björnsdóttur við læknadeild HÍ. Verkefni hennar heitir "Bakteríuflóra á fyrstu stigum lúðueldis". Vörnin verður á morgun kl 13:00. Úr tilkynningu:
Niðurstöður doktorsverkefnisins varpa skýrara ljósi á þróun bakteríuflóru á fyrstu stigum lúðueldis og hugsanleg áhrif samsetningar flórunnar á lifun og þroska frá frjóvgun eggja til loka startfóðrunar. Mikil og skyndileg afföll eru vandamál á þessum fyrstu og viðkvæmustu stigum eldisins og ekki hvað síst fyrstu vikurnar í fóðrun þegar lirfurnar þurfa á lifandi fóðurdýrum að halda. Niðurstöður sýna enn fremur að breytingar á umhverfisþáttum höfðu veruleg áhrif á fjölda og samsetningu bakteríuflórunnar þar sem unnt reyndist að örva ósérhæft ónæmi lirfa við meðhöndlun fæðudýra með vatnsrofnum fiskipróteinum og bætt lifun fékkst við meðhöndlun fóðurdýra með bakteríustofnum sem voru ríkjandi í meltingarvegi lirfa með góða afkomu. Niðurstöður benda einnig til þess að ríkjandi hluti flóru lirfa og fóðurdýra þeirra geti að stórum hluta verið ræktanlegur.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkur: Erindi og ráðstefnur | Breytt s.d. kl. 11:14 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Guðni Alfreðs kallar probiotics bætibakteríur...
Líffræðinemi (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 12:35
Takk fyrir innleggið líffræðinemi.
Þetta er ljómandi fín þýðing!
Arnar Pálsson, 9.4.2010 kl. 13:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.