Leita í fréttum mbl.is

9 ára drengur fann nýja manntegund

Matthew Berger, níu ára drengur í Suður Afríku var að elta hundinn sinn, féll um koll og...fann steingerða hauskúpu.

Pabbi, ég fann steingerving - kallaði hann.

Í ljós kom að þessi um tveggja milljón ára hauskúpa var af barni, líklega litlu eldra en Matthew, og að hún tilheyrir áður óþekktri manntegund (hominid). Einnig fannst önnur höfuðkúpa sömu tegundar á svæðinu (Malapa hellinum fyrir norðan Jóhannesarborg). Tegundin er náskyld Lucy, og hlaut hafnið Australopithecus sediba. Greint er frá uppgötvuninni í Science sem kemur út í dag (mynd af vef Science).

328_154_f1.gif Svona frásagnir eru algengari í ævintýrabókunum, um fimm fræknu, Tom Swift eða Frank og Jóa. En Matthew var ekki á þessum slóðum fyrir tilviljun, faðir hans Lee Berger er steingervingafræðingur sem var einmitt að leita að sýnum á þessu svæði.

Í steingervingafræði skiptir nefnilega öllu máli að velja rétt jarðlög og svæði til rannsókna. Ef þú vilt finna tegundir sem eru skyldar fyrstu ferfætlingunum, þarftu eldri jarðlög (það leiddi Neil Shubin og félaga til norður Canada, þar sem þeir fundu Tiktaalik). Ef þú hefur áhuga á að finna leifar manntegunda, þá er sniðugast að leita í 0-7 milljón ára gömlum setlögum eða hellum í Afríku.

Það kemur í ljós að svæðið sem Berger feðgar og samstarfsmenn voru að skoða er mjög auðugt af steingervingum. Það virðist sem hópu lífvera hafi leitað inn í helli, og líklega hrapað til bana. Það fundust leifar af sverðtígrisdýrum, antilópum og hýenum, en engin beinanna báru þess merki að lífverurnar hefðu verið étnar (tennur skilja eftir sig skrapför á beinum!). Það er líklegast að ormar og skordýr hafi hreinsað af beinunum, og að flóð hafi skolað leifunum og kalkríkum sandi í poll. sem eru kjöraðstæður fyrir myndun steingervinga.

Ítarefni (bætt við eftir á):

Úr New York Times CELIA W. DUGGER and JOHN NOBLE WILFORD
New Hominid Species Discovered in South Africa

úr Science (9 apríl 2010).

Australopithecus sediba: A New Species of Homo-Like Australopith from South Africa
L. R. Berger et al.
Geological Setting and Age of Australopithecus sediba from Southern Africa
P. H. G. M. Dirks et al.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar

.. og að flóð hafi skolað leifunum og kalkríkum sandi í poll. sem eru kjöraðstæður fyrir myndun steingervinga.

Alveg veit ég hvernig sköpunarsinnar eiga eftir að grípa þetta á lofti :)

Hvernig er annars Australopithecus flokkað? Hef ekki séð því stillt upp sérstaklega sem 'subfamily*' af hominidae (Great apes) og þeir eru ekki heldur í homo 'genus*' heldur sagðir forfeður homo en samt ekki sameiginlegur forfaðir homo og annara great apes.

* - þekki ekki íslensku heitinn yfir þetta allt.

Arnar, 9.4.2010 kl. 12:03

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Ættartré okkar, annara Homo tegunda, Australopithecus og fjarskyldari tegunda er ekki alveg niðurnelgt.

Það er ekki eins og Australopithecus sé beinn forfaðir okkar, heldur er líklegast að hann sé ættingi eða milliform.

Í færslunni um Óslitið tré lífsins er ég með mynd af sennilegasta (á grundvelli núverandi gagna) ættartré manntegunda.

Orðabanki segir að subfamily sé undirætt, annars er ég ekki mjög sleipur í flokkunarfræði.

Arnar Pálsson, 9.4.2010 kl. 13:16

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ég tel mig vera ágætan mannþekkjara, en þessa tegund manna hef ég aldrei séð áður. Ég er samt ekki alveg viss um að Lucy hefði skrifað undir það að þessi maður væri náskyldur henni.  

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 9.4.2010 kl. 18:58

4 Smámynd: Arnar Pálsson

Vilhjálmur

Það er alveg gaman að velta fyrir sér, um hvað hugsaði þessi "frummaður"? Velti hann fyrir sér lífinu, gangi sólarinnar og eiginleikum dýranna (skildi hann blóðrás eða öndun)?

Arnar Pálsson, 10.4.2010 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband