Leita í fréttum mbl.is

Vagga mannkyns

Á nítjándu öld voru flestir vestrænir vísindamenn sannfærðir um að maðurinn væri ættaður frá Evrópu. Fundist höfðu leifar fornmanna í hellum víðsvegar um Evrópu.

Darwin benti á að miðað við núlifandi tegundir, þá svipaði okkur mest til simpansa og górilla. Báðar þær tegundir eru bundnar við Afríku, og því taldi hann líklegast að uppruna mannsins væri á því meginlandi.

Röksemd Darwins byggðist á landfræðilegri dreifingu lífvera. Hann hafði tekið eftir ákveðnu mynstri í dreifingu lífvera. Steingervingar í suður Ameríku voru svipaðir lifandi tegundum sem byggðu álfuna. Finkurnar á Galapagoseyjaklasanum voru allar náskyldar. Að auki svipaði finkunum á Galapagos mest til fugla í Ekvador, sem er það land suður Ameríku sem er landfræðilega nálægast. Þetta á sér mjög eðlilegar skýringar. Í fyrsta lagi setur dreifingargeta lífvera þeim skorður, það tæki Geldingahnapp töluverðan tíma að þekja Surtsey, jafnvel þótt jarðvegur eyjarinnar væri frjósamur. Í öðru lagi draga farartálmar eins og höf, jöklar og ár úr flutningi lífvera. Allt þetta mótar dreifingu núlifandi tegunda, og þróun og útbreiðslu tegundanna í gegnum jarðsöguna.

phpthumb_generated_thumbnail.jpgAustralopithecus africanus Mynd frá Maropeng.

Eftir að vísindamenn brutu odd af vestrænuoflæti sínu hófu gröft í Afríku komu dásamlegir steingervingar í ljós, flestir í mið eða suður Afríku (t.d í Olduvai lægðinni). Fundur Australopithecus sediba er bara nýjasta viðbótin við þann aragrúa manntegunda sem við þekkjum. Það er að koma betur og betur í ljós að fjölbreytileikinn í ættartré okkar hefur verið umtalsverður. Steingervingasagan sýnir okkur að við áttum nokkra tugi ættingja. Einnig er ljóst að sumir þessara ættingja deildu jörðinni með okkur, fyrir kannski 30000 árum.

Væri ekki frábært ef margar tegundir manna byggju á jörðinni?

Ítarefni:

Við ræddum um fund Australopithecus sediba í pistlinum 9 ára drengur fann nýja manntegund.

Ég bendi ykkur sérstaklega á Maropeng - sýningu um vöggu mannkyns.


mbl.is Smátenntir, leggjalangir og breiðir til mjaðmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Arnar, þú hlýtur að vera afskaplega góðhjartaður maður.

"Væri ekki frábært ef margar tegundir manna byggju á jörðinni?".

Sennilega var það þannig í raunveruleikanum að Homo Sapiens  útrýmdi hinum manntegundunum vegna þess að þeir voru keppinautar. Þegar tegund getur smíðað vopn og haft vald á eldinum , þá er hún orðin hættulegur andstæðingur.

Mín skoðun er sú, að Homo Sapiens hafi verið klókastir og setið uppi sem sigurvegarar í lífsbaráttunni. Ef górillan hefði þróast og framleitt einhverskonar vopn gegn manninum, þá hefðum við útrýmt þeim fyrir löngu.

Hvað erum við að gera í dag gagnvart okkur sjálfum?

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 11.4.2010 kl. 11:01

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Sæl V. Jóhannsson

Það er vissulega möguleiki að forfeður okkar hafi útrýmt Neanderthalsmönnum og kannski öðrum tegundum sem voru uppi á sama tíma og þeir.

Hins vegar er einnig möguleiki að aðrir þættir hafi orðið hinum tegundunum að aldurtila, sýklar, hrun í veiðidýrum/nytjaplöntum eða veðurfarsbreytingar.

Lífsbaráttan er ekki bara stríð allra gegn öllum, heldur einnig við umhverfið í heild sinni.

Við í dag eru allavega ekki að sýna neitt sérstaka greind, hvað varðar t.d. stríðsrekstur og gegndarlausa ofnotkun náttúruauðlinda.

Arnar Pálsson, 11.4.2010 kl. 14:22

3 identicon

Það er líka möguleiki að við séum öll afkomendur fávita .. sem er eiginlega líklegasta... og einfaldasta skýringin.

Skófla (IP-tala skráð) 12.4.2010 kl. 05:10

4 Smámynd: Arnar Pálsson

Það er nóg af fávitum í náttúrunni.

Ég held að flest okkar gætu sæst á að núlifandi bakteríur séu fávitar, því þær eru ekki einu sinni með taugakerfi til að hugsa með. Við erum ekki komin af núlifandi bakteríum, en við og þær deilum forföður langt aftur í fyrndinni.

Arnar Pálsson, 12.4.2010 kl. 08:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband