11.4.2010 | 14:14
Athyglisvert orðalag
Yfirhylming kaþólsku kirkjunar á kynferðisglæpum sem hempuklæddir fulltrúar hennar hafa stundað er einn mesti skandall samtímans.
Sinead O´connor var fórnarlamb slíks ofbeldis, og reif mynd af páfa í beinni útsendingu í sjónvarpi, til að benda fólki á að æðsti valdhafi kaþólsku kirkjunar gerði ekkert fyrir fórnarlömbin. Hún varð fyrir ofsóknum fyrir gjörningin, en sannleikurinn er hennar megin.
I ask Americans to understand why an Irish Catholic woman who survived child abuse would want to rip up the pope's picture. Sinead O´Conner - í Washington Post - 2010.
Blaðamenn New York Times hafa verið að rannsaka störf Joseph Ratzinger (núna Benedikts páfa númer eitthvað) á níunda áratugnum. Þau hafa sannarnir fyrir því að páfi hafi forðast það að refsa prestum, sýnt þeim mikla linkind og hugsað fyrst og fremst um hagsmuni kirkjunar, EKKI um velferð þolenda. Fréttin sem mbl.is vísar til er Pope Put Off Punishing Abusive Priest.
Áður hafði páfagarður haldið því fram að páfinn væri með hreinan skjöld, hefði ekki komið nálægt þessum (vandræðalegu) málum.
NY Times sýndi í mars að páfi hafði fylgst með slíkum málum, fengið bréf um þau og stjórnað fundum þar sem þau voru rædd.
Það er borðleggjandi að kaþólska kirkjan stendur þéttan vörð um mikilvægasta fólkið, þá hempuklæddu.
Kveikjan að pistli þessum er orðalag fréttarinnar á mbl.is. Þar segir:
Dawkins og Hitchens halda því fram að Benedikt páfi hafi í störfum sínum innan kaþólsku kirkjunnar, áður en hann kom í Vatikanið, ítrekað reynt að koma í veg fyrir að kynferðisbrot kæmust upp á yfirborðið eða reynt að gera lítið úr þeim. [skáletrun mín]
Samkvæmt mbl er sem sagt einhver spurning um að páfinn hafi gert lítið úr kynferðiafbrotamálum innar kirkjunar og reynt að hylma yfir þeim. Mér finnst athyglisvert að mbl skuli taka svona veikt til orða, eru þeir hallir undir páfagarð?
Aukaatriði.
Mér finnst fáranlegt að hafa fjórar málsgreinar af enskum texta neðst í fréttinni, og þar undir copyright Árvakur 2010. Þegar ég límdi þessar setningar inn í google fundust tugir síða með nákvæmlega sama orðalag. Núna hefur Árvakur einkarétt á annsi miklu, eða helduru kannski að þeir hafi stolið textanum?
Starfsmenn mbl.is hafa nú fjarlægt enska textann, en segja samt ekki frá leiðréttingunni.
Sönnunargagn:
Hyggjast handtaka páfa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.