Leita í fréttum mbl.is

Sediba á 60 mínútum

Einn uppáhalds fréttaþátturinn minn er 60 minutes á CBS sjónvarpsstöðinni. Bob Simon fjallaði um fundinn á Australopithecus sediba í þætti þann 11 apríl.

Hægt er að horfa á umfjöllunina á vef CBS. og lesa frétt CBS Fossil Find New Branch in Human Family Tree?

60m_discovery.pngUmfjöllunin er mjög fræðandi, maður fær að sjá hellinn sem beinin fundust við, og röntgenmyndir af steingervingnum. Tennurnar á honum eru ótrúlega vel varðveittar. Lee Berger aðal vísindamaðurinn í rannsókninni, gerir mikið úr því að einstaklingarnir tveir sem fundust hafi líklega tilheyrt sama hópi, og mögulega verið skyldir. Mér þykir hann vera að teygja sig töluvert í þeirri túlkun. Einnig er ég ekki sáttur við staðhæfingar fréttamannsins um að Sediba hafi verið beinn forfaðir nútímamannsins.

He's being called "Sediba," which means "source," and he stands somewhere on the road between ape and human. 

Það er möguleiki að Sediba sé milliform, á "veginum á milli apa og manns" en það er mun líklegra að hann sé einn af ættingjum okkar, en svo sannarlega merkilegur ættingi.

Leiðrétting á orðalagi eftir ábendingu Drekans, sbr athugasemdir:

Mér þykir hann vera að teygja sig töluvert í þeirri túlkun, sem og er ég ekki sáttur við staðhæfinar um að Sediba hafi verið beinn forfaðir nútímamannsins. 

Var breytt í:

Mér þykir hann vera að teygja sig töluvert í þeirri túlkun. Einnig er ég ekki sáttur við staðhæfingar fréttamannsins um að Sediba hafi verið beinn forfaðir nútímamannsins. 

Þakkir:

Til Vilhjálms fyrir að benda mér á umfjöllunina og senda meðfylgjandi mynd.

Ítarefni:

9 ára drengur fann nýja manntegund

og vagga mannkyns

Um milliform og týnda hlekki.

Hlekkur í ættarrunnanum

Óslitið tré lífsins


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar

Lee Berger aðal vísindamaðurinn í rannsókninni, gerir mikið úr því að einstaklingarnir tveir sem fundust hafi líklega tilheyrt sama hópi, og mögulega verið skyldir. Mér þykir hann vera að teygja sig töluvert í þeirri túlkun, sem og er ég ekki sáttur við staðhæfinar um að Sediba hafi verið beinn forfaðir nútímamannsins.

Segir Berger að þetta hafi verið 'týndur hlekkur' eða mögulegur forfaðir okkar?  Í þeim (erlendum) greinum sem ég las um þessa steingervinga fannst mér hann einmitt frekar forðast það að gefa slíkt í skyn.

Arnar, 20.4.2010 kl. 13:03

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Sæll nafni

Reyndar er það fréttamaðurinn sem notar það orðalag. Það er alveg rétt, ég heyrði ekki Berger tala um týndan hlekk.

Þetta var óheppilega orðað, ég leiðrétti færsluna.

Arnar Pálsson, 20.4.2010 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband