26.4.2010 | 10:10
Erindi: Fortíð, nútíð og framtíð lundastofns Vestmannaeyja
Fortíð, nútíð og framtíð lundastofns Vestmannaeyja er titill erindis Erps Hansen, líffræðings við Náttúrustofu Suðurlands.
Lundinn (Fratercula arctica) var ljósmyndaður af Sigríði R. Franzdóttur (copyright).
Ágrip erindisins (úr fréttatilkynningu):
Hlýskeið í sjónum sunnan og suðaustan við Ísland hófst 1996, metveiði í lunda var 1998 en síðan hefur veiðin verið á niðurleið. Samskonar mynstur er einnig að finna í lundaveiði í Færeyjum. Á síðustu 20 árum hefur orðið stofnhrun í sjófuglastofnum sem éta sandsíli við Ísland og Færeyjar. Varpárangur lunda í Vestmanneyjum hefur t.d. verið slæmur a.m.k. síðan 2005 sem tengdur er mikilli fækkun í sandsílastofninum. Í erindinu eru kynntar niðurstöður samstarfsverkefnis sem beinist að skýringum á gagnvirkum breytingum milli lunda- og sandsílastofnanna við Vestmannaeyjar. Ábúðarhlutfall, varpárangur, tímasetning varps og aldurshlutföll lunda í veiði hafa verið vöktuð síðan 2007 og verða niðurstöður skýrðar. Fjallað verður um tilgátuna um að lundaveiði endurspegli fæðubundna átthagatryggð ungfugla eða magni 1-árs síla. Þessi tilgáta býður m.a. upp á túlkanir á langri lundaveiðisögu í samhengi við hafrænar breytingar fyrr og nú. Einnig verður fjallað stuttlega um yfirstandandi úrvinnslu á lífslíkum og árgangahlutföllum lunda byggt á merkingagögnum frá 1953.
Erindið er á vegum Hins íslenska náttúrufræðifélags og verður flutt mánudaginn 26. apríl kl. 17:15 í stofu 132 í Öskju, Náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands.Aðgangur er öllum heimill og ókeypis.
Viðbót:
Í kvöld er síðan 5 þátturinn í þáttaröð BBC um lífið. RÚV sýnir þættina kl 20:10 á mánudögum og eru með vinsælasta sjónvarpsefni landsins.
Það hittir skemmtilega á að þátturinn í kvöld fjallar einmitt um fugla. Af vef RÚV:
Aðlögunarhæfni fugla er einstök. Þeir geta flogið ótrúlega hratt og langar vegalengdir í einu og svo blundar líka í sumum þeirra drápseðli. Þeir geta hlaupið á vatni þegar ástin kallar og byggt sér flókin og fíngerð hreiður. Í þættinum er flogið með fuglum og ótrúlegt háttalag þeirra skoðað. Við sjáum freigátufugla, svífum með lambagömmum, dönsum með þúsund flamingóum í vötnum Afríku og fylgjumst með sérkennilegum tilburðum, kólibrífugla goða og laufskálafugla í tilhugalífinu. [undirstrikun mín]
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 16:50 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
..........blundar líka í sumum þeirra drápseðli
Nokkuð gott!!!
Davíð Gíslason (IP-tala skráð) 26.4.2010 kl. 15:37
Tjörnin í Reykjavík lítur öðruvísi út í þessu ljósi...
Viðvörun frá Líffræðistofnun og landlækni, "fuglar geta drepið".
Arnar Pálsson, 26.4.2010 kl. 15:57
Mér hefur alltaf fundist Máríuerlan fremur varhugaverð, þessir hvítu og svörtu litir, sakleysislegt útlitið en kannski undir niðri blundar drápseðlið.
Davíð Gíslason (IP-tala skráð) 26.4.2010 kl. 16:59
Davíð
Ef þetta er rét hjá þér, þá getum við ekki beðið með aðgerðir. Hver veit nema Maríuerlan verði fyrri til!
Annars var ég mjög svekktur á RÚV, þeir sýndu handbolta í staðinn fyrir Lífið.
Arnar Pálsson, 27.4.2010 kl. 09:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.