Leita í fréttum mbl.is

Erindi: Fortíð, nútíð og framtíð lundastofns Vestmannaeyja

Fortíð, nútíð og framtíð lundastofns Vestmannaeyja er titill erindis Erps Hansen, líffræðings við Náttúrustofu Suðurlands. fraticulaartica_sigridurrutfranzdottir.jpg

Lundinn (Fratercula arctica) var ljósmyndaður af Sigríði R. Franzdóttur (copyright).

Ágrip erindisins (úr fréttatilkynningu):

Hlýskeið í sjónum sunnan og suðaustan við Ísland hófst 1996, metveiði í lunda var 1998 en síðan hefur veiðin verið á niðurleið. Samskonar mynstur er einnig að finna í lundaveiði í Færeyjum. Á síðustu 20 árum hefur orðið stofnhrun í sjófuglastofnum sem éta sandsíli við Ísland og Færeyjar. Varpárangur lunda í Vestmanneyjum hefur t.d. verið slæmur a.m.k. síðan 2005 sem tengdur er mikilli fækkun í sandsílastofninum. Í erindinu eru kynntar niðurstöður samstarfsverkefnis sem beinist að skýringum á gagnvirkum breytingum milli lunda- og sandsílastofnanna við Vestmannaeyjar. Ábúðarhlutfall, varpárangur, tímasetning varps og aldurshlutföll lunda í veiði hafa verið vöktuð síðan 2007 og verða niðurstöður skýrðar. Fjallað verður um tilgátuna um að lundaveiði endurspegli „fæðubundna átthagatryggð ungfugla“ eða magni 1-árs síla. Þessi tilgáta býður m.a. upp á túlkanir á langri lundaveiðisögu í samhengi við hafrænar breytingar fyrr og nú. Einnig verður fjallað stuttlega um yfirstandandi úrvinnslu á lífslíkum og árgangahlutföllum lunda byggt á merkingagögnum frá 1953.

Erindið er á vegum Hins íslenska náttúrufræðifélags og verður flutt mánudaginn 26. apríl kl. 17:15 í stofu 132 í Öskju, Náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands.Aðgangur er öllum heimill og ókeypis. 

Viðbót:

Í kvöld er síðan 5 þátturinn í þáttaröð BBC um lífið. RÚV sýnir þættina kl 20:10 á mánudögum og eru með vinsælasta sjónvarpsefni landsins. 

Það hittir skemmtilega á að þátturinn í kvöld fjallar einmitt um fugla. Af vef RÚV:

Aðlögunarhæfni fugla er einstök. Þeir geta flogið ótrúlega hratt og langar vegalengdir í einu og svo blundar líka í sumum þeirra drápseðli. Þeir geta hlaupið á vatni þegar ástin kallar og byggt sér flókin og fíngerð hreiður. Í þættinum er flogið með fuglum og ótrúlegt háttalag þeirra skoðað. Við sjáum freigátufugla, svífum með lambagömmum, dönsum með þúsund flamingóum í vötnum Afríku og fylgjumst með sérkennilegum tilburðum, kólibrífugla goða og laufskálafugla í tilhugalífinu. [undirstrikun mín]

Drápseðli er ekkert ónáttúrulegt, það er eðlilegur hluti af náttúrunni. Við þurfum á því að halda til að afla okkur fæðu, t.d. að drepa dýr og rífa upp plöntur!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

..........blundar líka í sumum þeirra drápseðli

 Nokkuð gott!!!

Davíð Gíslason (IP-tala skráð) 26.4.2010 kl. 15:37

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Tjörnin í Reykjavík lítur öðruvísi út í þessu ljósi...

Viðvörun frá Líffræðistofnun og landlækni, "fuglar geta drepið".

Arnar Pálsson, 26.4.2010 kl. 15:57

3 identicon

Mér hefur alltaf fundist Máríuerlan fremur varhugaverð, þessir hvítu og svörtu litir, sakleysislegt útlitið en kannski undir niðri blundar drápseðlið.

Davíð Gíslason (IP-tala skráð) 26.4.2010 kl. 16:59

4 Smámynd: Arnar Pálsson

Davíð

Ef þetta er rét hjá þér, þá getum við ekki beðið með aðgerðir. Hver veit nema Maríuerlan verði fyrri til!

Annars var ég mjög svekktur á RÚV, þeir sýndu handbolta í staðinn fyrir Lífið.

Arnar Pálsson, 27.4.2010 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband