28.4.2010 | 10:25
Frábært skref fyrir snáka
Mér finnst fátt stórkostlegra en þær margvíslegu og fjölbreyttu lífverur sem búa jörðina. Það eina sem tekur því fram er maðurinn, og þá sérstaklega forvitin manneskja. Það að fylgjast með börnum að sjá dýr eða framandi plöntur í fyrsta skiptir er stórkostlegt. Ég mun ætíð (ef Alzheimer og félagar leyfa) muna birtuna og gleðina í rödd sonar míns þegar hann hrópaði "Elephant" í fyrsta skipti sem hann sá fíl. Við bjuggum í Chicago á þessum tíma og nutum þeirra forréttinda að hafa þar tvo dýragarða (Lincoln park Zoo, Brookfield Zoo), grasagarð (Chicago botanical garden), vatna og sjávarlíffræðisafn (Shedd Aquarium), vísinda og tæknisafn (Museum of Science and Industry), og náttúruminjasafn (American Museum of Natural History).
Myndina tók Arnar Pálsson í dýragarðinum í Kaupmannahöfn.
Á Íslandi vantar fleiri tækifæri fyrir borgarbúana til að upplifa náttúruna, sérstaklega skepnur sem ekki búa hérlendis. Við finnum það sérstaklega þegar við í líffræðinni opnum tilraunastofurnar, eins og á Háskóladaginn og á degi umhverfisins.
Náttúruminjasafn Kópavogs, önnur minni söfn úti á landi og Húsdýragarðurinn eru helstu athvörf náttúruþyrstra. Að örðum ólöstuðum þá hefur starfsfólk húsdýragarðsins staðið sig mjög vel, sérstaklega með því að búa til fiska og vísindatjaldið.
Það verður mjög gaman að koma og vitja um eðlurnar og snákana.
Eðlur og snákar í Húsdýragarðinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:30 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Heyr, heyr.
Ingibjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 12:42
Hreinsum út af alþingi og lokum inni í húsdýragarðinum, komandi kynslóðum sem víti varnaðar.
Óskar Guðmundsson, 28.4.2010 kl. 18:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.