29.4.2010 | 14:04
Ógn við okkur sjálf
Slysið sem varð á olíuborpalli BP (British petroleum) í Mexíkóflóa nýverið dregur aldelis dilk á eftir sér. 700.000 lítrar olíu leka út á hverjum degi, og rekur flekkinn í átt að strandsvæðum Lousiana fylkis.
Olíuslys eru ekkert smámál, heldur með sóðalegustu fyrirbærum sem maðurinn getur valdið. Exxon-Valdes slysið í Alaska olli meiriháttar mengunarslysi og litlu mátti muna að strand olískips við stóra kóralrifið við Ástralíu ylli ámóta hörmungum (Meðvitund um náttúruna).
Eins og rætt var um á degi umhverfisins (Líf á eldfjallaeyju) eru áhrif mannsins á umhverfi okkar margþætt og oftast neikvæð. Við sækjum að umhverfinu úr öllum áttum, með mengun (súrt regn, PCB, þungmálmar, plasti), eyðingu ósonlagsins, gróðurhúsalofttegundum, eyðingu skóga og vistkerfa og svo mætti lengi telja. Afleiðingarnar eru margvíslegar, en flestar koma þær sér illa fyrir okkur sjálf (eða börnin okkar og barnabörn).
Lífstíll okkar leiðir til aukinnar mengunnar, með því að nota heimilisbíl drifinn af bensíni erum við samsek um þau umhverfispjöll sem verða í olíuiðnaði. Með því að hjóla, ganga eða taka strætó getum við dregið úr þessari ógn. Hvert og eitt erum við ekkert nema krækiber í helvíti, en ef öll krækiberin standa saman þá getum við gert kraftaverk (eða góða sultu).
Fimmfalt meira af olíu að leka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.