3.5.2010 | 13:13
Þorsteinn Vilhjálmsson og vísindavefurinn
Vísindavefurinn er 10 ára og ritstjóri hans Þorsteinn Vilhjálmsson verður sjötugur á árinu.
Þorsteinn er með próf í eðlisfræði, og var ráðinn sem sérfræðingur á Raunvísindastofnun 1969, lektor í eðlisfræði árið 1971 og prófessor með áherslu á vísindasögu 1989. Hann hefur einbeitt sér síðustu ár að vísindamiðlun. Að því tilefni verður gefin út bókin Vísindavefurinn. Úr tilkynningu:
Hið íslenska bókmenntafélag mun gefa út afmælisrit Þorsteins Vilhjálmssonar, prófessors í vísindasögu við Háskóla Íslands. Þar verða birt 26 ritverk sem endurspegla áhugasvið Þorsteins, frá listum til vísinda, frá eðlisfræði og stærðfræði til heimspeki og sagnfræði. Bókin verður um 400 blaðsíður.
Mesta rit hans er tveggja binda verkið Heimsmynd á hverfanda hveli. Sagt frá heimssýn vísindanna frá öndverðu fram yfir daga Newtons sem kom út á árunum 198687.
Áhugasömum er boðið að taka þátt í að heiðra Þorstein Vilhjálmsson og gerast áskrifendur að safnritinu Vísindavefur. Skráð nöfn verða birt fremst í ritinu á heillaóskaskrá. Þeir sem vilja þiggja boðið er bent á að senda upplýsingar um nafn/nöfn, heimili, kennitölu og greiðslumáta í netfangið hib@islandia.is eða hringja í síma 588 9060.
Það er öllum þjóðum mikilvægt að geta rætt stórar hugmyndir og grundvallarspurningar á sínu móðurmáli. Flestir íslenskir vísindamenn birta sínar niðurstöður í erlendum tímaritum, og leggja þannig sitt af mörkum til þekkingarleitarinnar. Mér finnst einnig mikilvægt að við kynnum niðurstöður okkar og ekki síst framlag vísindanna hérlendis, til að auðga umræðuna og hjálpa okkur við að taka erfiðar ákvarðanir.
Til dæmis fannst mér í lagi að velta fyrir sér þeirri hugmynd að bora eftir olíu á drekasvæðinu, en með hliðsjón af slysinu á borpalli BP í Mexíkóflóa þá þykir mér sú hugmynd galin.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:33 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Þessi ágæti "vísindamaður" sem nú á að heiðra virðist hafa skautað framhjá stærðfræðikennslu í barnaskóla. Virkur geisli hrings er eitthvað sem hann fann upp sjálfur og hefur notar í til að komast að vegast sag stórundarlegum niðurstöðum.
guðmundur Jonsson (IP-tala skráð) 4.5.2010 kl. 08:41
Sæll Guðmundur
Styrkur vísindavefsins var sá að fræðimenn voru fengnir til að svara spurningunum. Núna er algengara að fastir starfsmenn svari spurningum, og noti til þess eldri svör eða alfræðitexta á netinu.
Spurningin sem Þorsteinn fékk er mjög forvitnileg. Svarið hans er reyndar ekki jafn skýrt og það hefði getað verið. Hann hefði að ósekju mátt leita til stærðfræðinga varðandi orðaforðann, eða reyna að útskýra fyrirbærið á aðeins einfaldara máli.
Ef hjólbarðarnir eru það sveiganlegir að radíus þeirra eykst við aukinn loftþrýsting, þá mun bíllinn geta keyrt lengra á hverjum hring. Ég veit bara ekki hversu algengt það er að hjólbarðar með eðlilegan þrýsting geti aflagast á slíkan hátt (er það þetta sem þú átt við með stórundarlegt?). En um leið og það vantar mikið af lofti í þá, byrja þeir að bunga út eða krumpast, og þá er radíusinn orðinn minni.
En það eru fleiri fletir á málinu.
Of mikill þrýstingur minnkar snertiflöt hjólbarða og vegar, og getur þar með aukið hemlunarvegalengd.
Meiri þrýstingur virðist hins vegar auka orkunýtingu, líklega vegna minni núnings milli hjóls og vegar.
Arnar Pálsson, 4.5.2010 kl. 09:48
Takk fyrir þetta.
Sem einn af fyrstu starfsmönnum Vísindavefsins er mér sérstaklega hlýtt til hans og Þorsteins sem aðalritstjóra.
Sendi í það minnsta hamingjuóskir gegnum þetta ágæta blogg.
Hrannar Baldursson, 4.5.2010 kl. 10:13
Málið er einfalt arnar og hefur nákvæmlega
Guðmundur Jónsson, 4.5.2010 kl. 23:31
Málið er einfalt og hefur nákvæmlega ekkert með virkni hjólbarða að gera. Radíus (virkur geisli eins og Þorsteinn kallar hann) er hálft þvermál hrings og það notar hann svo með hlutfallinu ummál hrings /þvermáli (pi) til að reikna út nýtt ummál fyrir dekkið. Þetta er náttúrlega eins fráleit og frekast getur orðið því dekkið sem hann er að fjalla um er ekki hringlag því eins og hann bendir sjálfur á þá er flatur kantur á því.
Annð hvot skilur maðurinn ekki hvað pi er eða þá að hann er að gera grín að okkur.
Guðmundur Jónsson, 4.5.2010 kl. 23:49
Sæll Guðmundur
Þetta með kantinn á dekkinu er vitanlega aðalmálið. Úr því ég er að halda uppi vörnum fyrir Þorstein, þá þykir mér líklegast að hann hafi gefið sér að með mjög háum loftþrýstingi þá aflagist dekkið og verði kúpt. Þá sé ummálið ekki lengur mest á kantinum, heldur einhverstaðar um miðbik dekksins.
Það kann að vera rangt, með hliðsjón af bifreiðadekkjum nútímans, en er örugglega rétt fyrir mörg önnur dekk (reiðhjóladekk, hjólbörudekk og kannski vetrarblöðrudekk undir fjallabíla).
Mér þykir líklegra að hann sé að gefa sér þessar forsendur en að hann sé að gera grín að okkur. Hans atvinna er að miðla vísindum, og þótt leiði geti sest að okkur öllum sama hvert starfið er þá finnst mér hæpið að hann sé að hæðast að okkur.
Arnar Pálsson, 5.5.2010 kl. 09:21
Hættu að hugsa um dekk og hugsaðu um stærðfræði.
Savaraðu sjálfum þér eftirfarandi:
Er hægt að beita hlutfallinu pi á einhver form önnur en hring ?
Nú ef svo er hvaða form eru það ?
Ef savarið er nei, af hverju er Þorsteinn þá að nota pi við útreikninga á formi sem er ekki hringur ?
og hvað vit getur verið í niðurstöðu sem dregin er af slíkum þankagangi, burt séð frá því hvort svarið sem hann gefur við dekkjaspurningunn sé rétt eða rangt.
Guðmundur Jónsson, 5.5.2010 kl. 10:39
Takk Guðmundur fyrir ástríðufull skrif
Auðvitað er ekki hægt að beita pí á önnur form en hring.
Þorsteinn gefur sér líklega að dekkið sé tvívítt (hringur) en ekki hólkur með kanti.
Hann hefði vitanlega átt að geta þessarar forsendu í svari sínu.
Finnst þér forsendan ekki verjanleg? Sérstaklega þegar við hugsum um dekk á hjólbörum?
Arnar Pálsson, 5.5.2010 kl. 11:25
Nei. fosendan er ekki verjanleg í samhengi við spurnigunna. sjáðu til, spurt var.
Ef mismikið af lofti er í tveimur jafnstórum jeppadekkjum fara þau þá sömu vegalengd með jafnmörgum snúningum?
Þannig er beinlínis verið að spyrja um áhrif þess að dekkin dali mis mikið eða séu með mis mikilli aflögun frá hringforminu.
Dekk undir hjólbörum eru eis og blöðrur sem togna og teygast eftir lotþrýstingi þannig voru dekk líka undir bílum fyrir hálfri öld. í dag eru stálvírar í bana dekkja sem halda ummáli þeirra eins alstaðar á snertifletinum og nokkuð óháð loftþrýstingi í daglegu tali kallast þannig dekk radíla dekk.
Guðmundur Jónsson, 5.5.2010 kl. 13:54
Leiðrétt "radila" á að sjálfsögðu að vera radíal.
Guðmundur Jónsson, 5.5.2010 kl. 13:57
Sæll Guðmundur
Ég viðurkenni að forsendan stenst ekki fyllilega með tilliti til spurningarinnar um jeppadekkin.
En þú hlýtur að viðurkenna að forsendan stenst hvað varðar hjólbörudekkin?
Ef þú lest spurningar og svör á vísindavefnum, þá muntu sjá að oft er svarið víðtækara en spurningin. En vissulega verður að tilgreina nákvæmlega hvað er svar við spurningunni sjálfri og hvað er víðtækari umfjöllun!
Þegar ég les yfir svör Þorsteins við þessum tveimur spurningum um dekk, þá er augljóst að hann gerir það ekki! Það er greinilegt að hann skortir þekkingu á nútíma hjólbörðum, sem hann hefði betur leitað sér hjá fagmönnum.
Veiki punkturinn í spurningunni er orðið "mismikið". Það er ónákvæmt, og hægt væri að ímynda sér ýkt tilfelli, þar sem dekkið er næstum vindlaust. Þá stæðist forsenda Þorsteins, en vandamálið er að þá teldist bíllinn tæplega ökufær!
Arnar Pálsson, 5.5.2010 kl. 14:18
þessi kenning um virkan radía (hæð hjólmiðju frá jörð) stenst ekki heldur fyrir hjólbörudekk því eftir sem áður er það ekki hringur ef það dalar.
Mergur málsin er sá að það er engin hringur í þessum dæmum, dekk eru ekki hringlaga þegar þau bera eitthvað og hafa því engan radíus.
Guðmundur Jónsson, 5.5.2010 kl. 16:06
Guðmundur
Vissulega krumpast hjólbörudekk ef þau eru vindlaus eða bera mikinn þunga.
Eins vissulega eykst radíusinn ef þú dælir of miklu lofti í dekkið.(Ímyndaður þér slönguna án dekksins, með litlu eða miklu lofti. Það er augljóst að radíusinn stækkar og ummálið með þegar mikið af lofti er dælt í)
Þú vilt sem sagt ekki nota radíusinn, heldur bara ummál dekksins, af því að dekkin eru ekki hringlaga þegar á þeim hvílir þungi. Áðan sagðir þú að dekkin væru ekki hringlaga af því að þau væru með kant og aflöguðust ekki.
Skildi ég þig vitlaust í fyrra skiptið?
Það að nota radíus er bara nálgun, vissulega ónákvæm því hreinir hringir eru bara til í stærðfræðinni, þá finnum við hvergi í náttúrunni. En stærðfræðin nýtist okkur samt til að lýsa náttúrunni og þeirri ónáttúru sem hjólbarðinn er (afsakaðu galgopalegt orðalag).
Arnar Pálsson, 5.5.2010 kl. 17:29
"Eins vissulega eykst radíusinn ef þú dælir of miklu lofti í dekkið.(Ímyndaður þér slönguna án dekksins, með litlu eða miklu lofti. Það er augljóst að radíusinn stækkar og ummálið með þegar mikið af lofti er dælt í"
Taktu þetta sama dekk sem þú ert búinn að stækka með miklum loftþrýstingi og lestaðu það þangað til það er komið næstum á felguna.
Hvort hefur ummálið aukist eða minkað ?
Já vegalendin sem dekkið fer í hverjum hring breytist ljóslega með ummáli banas, annars þurfa snertifletirnir að skrika.
Ég talaði um flatann kant. Kantinn sem verður á bananum þar sem hann snertir jörð.
Guðmundur Jónsson, 5.5.2010 kl. 19:14
Guðmundur
Ummálið er vitanlega hið sama, en spurningin var um mismikið loft, ekki mismikla lest.
Ég held að við höfum báðir rétt fyrir okkur, þú með köntuð radial dekk (sem bregðast ekki við mismiklu lofti, nema helst þegar þau eru nær alveg vindlaus). Það sem ég held að Þorsteinn hafi verið að hugsa um var eitthvað áþekkt hjólbörudekkinu, þar sem ummál eykst með hærri loftþrýstingi.
Arnar Pálsson, 6.5.2010 kl. 09:42
"Vitanlega hið sama"
Ert þú viss. Kúla afmarkar meira rúmál í hlutfalli við yfirborð heldur en kúla með flötum kanti er það ekki.
Svarið sem Þorstennn gaf var rangt miðað við jeppadekk en ef til vill rétt miðað við hjólbörudekk sem dalar ekkert, sem eru ekki til nema fræðilega og var reyndar alls ekki verið að spyrja um :) .
Guðmundur Jónsson, 6.5.2010 kl. 13:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.