4.5.2010 | 10:54
Loftslag: Útdauðinn fyrir 250 milljónum ára
Var að lesa fínan pistil á Loftslag.is um útdauða fyrir 250 milljónum ára.
Eitt af minna þekktu lögmálum lífsins er það að allar tegundur deyja út, að endingu. Einnig hefur komið í ljós að útdauði tegunda er ekki stöðugur þegar litið er yfir jarðsöguna. Á sumum tímabilum dóu mjög margar tegundir út, á tiltölulega stuttum tíma. Ein slík útdauðahrina var fyrir 250 milljónum ára, og er rædd í pistlinum á loftslag (útdauðinn fyrir 250 milljónum ára).
Útreikningar benda til að eldvirknin, sem að varði í milljónir ára, hafi losað á milli 13-43 þúsund gígatonn af kolefni út í andrúmsloftið til samanburðar þá áætla vísindamenn að heildarmagn losunar á CO2 út í andrúmsloftið af völdum manna geti orðið allt að 5 þúsund gígatonn ef við klárum allt jarðefnaeldsneyti sem mögulegt er að ná úr jörðu. Það er mun minni losun en varð af völdum eldvirkninnar í lok Perm en þó á mun meiri hraða, sem getur leitt til þess að súrnun sjávar nái töluverðum hæðum ef áfram heldur sem horfir.
Næsta útdauðahrina er þegar hafin og hún er af mannavöldum. Við erum að eyða líffræðilegum fjölbreytileika á meiri hraða en áður hefur þekkst í jarðsögunni. Það er aðallega vandamál fyrir okkur sjálf.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.