6.5.2010 | 12:16
Hvað hrærist í undirdjúpunum?
Þegar landafundirnir miklu voru að renna sitt skeið fór fólk að leita að nýjum áskorunum. Heimskautin, undirdjúpin og geimurinn voru eðlilega næst á listanum.
Rannsóknir á hafi og lífríki eyja tengdust í upphafi kortlagningu á meginlöndum og siglingaleiðum, leiðangurinn sem Charles Darwin fór í á Hvutta (HMS Beagle) var öðru þræði hafmælingaleiðangur.
Annað stórmenni vísindasögunnar Jean-Baptiste Charcot einbeitti sér að lífríki hafsins, sérstaklega við norðurheimskautið. Starf hans var stórmerkilegt og unnið af eljusemi og virðingu fyrir náttúru og mönnum samanber bók Serge Kahn um Charcot, sem gefin var út af JPV í þýðingu Friðriks Rafnsonar. Náttúran tvinnaði saman nafn Charcot og Íslands.
Þann 16. september 1936 fórst franski leiðangursstjórinn og landkönnuðurnn Jean-Baptiste Charcot með allri áhöfn utan einum á rannsóknaskipinu Pourquoi Pas? út af Mýrum í Borgarfirði* og átti þá að baki langt og merkilegt rannsóknarstarf á suður- og norðurpólnum ásamt mönnum sínum. Af vef HÍ.
Ég bendi fólki á að í Sandgerði má skoða sýningu um störf Charcot og félaga - Heimskautin heilla (mynd af Charcot er af þeim vef).
Einnig vill ég benda áhugafólki um lífríki hafsins og fræðimönnum á að 7-11 júni verður alþjóðleg ráðstefna um líf í undirdjúpunum. Um er að ræða 12. alþjóðlegu djúpsjávarráðstefnuna sem haldin er á vegum Líffræðistofnunar Háskóla Íslands og Háskólaseturs Suðurnesja í Sandgerði. Hún verður haldin í Öskju og samkvæmt tilkynningu frá skipuleggjendum.
Við sjáum fram á að geta boðið íslenskum vísindamönnum að taka þátt fyrir mjög hagstætt verð eða aðeins 16.000 kr. Innifalið í gjaldinu eru ráðstefnugögn (vegleg taska, ráðstefnubók ofl.), kaffi og léttur hádegisverður alla dagana, utan miðvikudagsins 9. júní en engir fyrirlestrar verða þann dag vegna ráðstefnuferðar. Framhaldsnemum er ennfremur gefinn kostur á mjög góðum afslætti (viðkomandi hafi samband beint við skipuleggjendur).
* Eins og Jóhannes, móðgaði mýrarmaðurinn, benti á eru Mýrar ekki í Borgarfirði. Borgarfjörðurinn stendur í skugga Mýranna...jafnvel þótt sunnar sitji.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt 7.5.2010 kl. 09:37 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Mýrar eru ekki í Borgarfirði. Mýrarnar eru á Mýrunum. Borgarfjörður er við hliðina á Mýrunum.
Jóhannes, hneykslaður Mýramaður (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 16:11
Jóhannes
Þetta er svo sannarlega rétt hjá þér. Ég man aldrei öðruvísi talað um Borgarfjörð, en að ekki væri minnst á að hann væri við hliðina á Mýrunum. Svona rétt eins og New Jersey er við hliðina á New York, og Kópavogur milli Reykjavíkur og Garðabæjar.
Þar sem um beina tilvitnun er að ræða get ég ekki breytt þessu, en setti inn athugasemd.
Arnar Pálsson, 7.5.2010 kl. 09:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.