Leita í fréttum mbl.is

Heilbrigð öldrun

Í lok síðasta árs kom Linda Partridge í heimsókn til landsins og hélt fyrirlestur um heilbrigða öldrun. Linda er reyndar líffræðingur sem byrjaði að rannsaka atferli spörfugla, en hefur síðustu tvo áratugi rannsakað gen og umhverfisþætti sem hafa áhrif á öldrun í ávaxtaflugum. Cook and Grumbling 2003

Í ljós kemur að sömu gen og sömu ferlar tengjast lengra lífi (heilbrigðri öldrun) í ávaxtaflugum, ormum og músum. Það sem á við músina á einnig við um manninn.

Stökkbreytingar í Insulín-viðtökum og innanfrumu boðferli lengja líf ávaxtaflugna um tugi prósenta. Enn sterkari áhrif finnast í ormum. Linda og aðrir líffræðingar hafa rannsakað þessi ferli í þaula og einnig skilgreint hvernig mismunandi samsetning fæðu getur lengt líf tilraunadýra. Það sem mestu máli skiptir er að draga úr neyslu hitaeininga (sjá Frá flugum til manna og sveppa).

Reyndar sagði hún frá því fyrirlestri sínum að mannfólk sem sveltir sig líti ekki vel út. Ástæðan er líklega sú að eitthvað ójafnvægi sé í neyslu á fæðuflokkum.

Linda Partridge kom hingað til lands í tilefni Darwin daganna 2009, hélt tvo frábæra fyrirlestra og kynntist næturlífi bæjarins með nemendum í líffræði við HÍ. Á árshátið sinni velja nemendur (úr sínum hópi) einstakling sem þeir telja líklegastan til að feta í fótspor Sigurðar Richter. Frú Partridge hafði þau áhrif á nemendurna að núna var bætt við nýjum flokki, nemandi sem væri líklegastur til að verða hin nýja Linda Partridge.

Það er gaman að lifa, og til þess að lifa verður maður að gera eitthvað skemmtilegt. Eins og að fara á djammið, fara í eltingaleik með krökkunum eða spássera upp á Skarðsheiðina.

Eldri pistlar:

Stofnun helguð heilbrigðri öldrun

Spurningar um líf og dauða


mbl.is Besti aldurinn eftir fimmtugt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband