31.5.2010 | 17:56
Attenborough og plönturnar
Í kvöld er næst síðasti þátturinn í röðinni um lífið sýndur á RÚV. Fjallað verður um plöntur. Ég man ennþá eftir svipnum á David Attenborough í þáttröðinni Life of Plants, þegar hann þefaði upp stærsta blóm jarðar í frumskóginum á Súmötru.
Hægt er að sjá myndskeiðið á BBC worldwide rásinni á Youtube Titan Arum - David Attenborough.
Myndskeiðið er alveg dásamlegt, og maður hlýtur að dást að því hversu skýrt og skemmtilega David fræðir okkur um blessað blómið. Stærsta blóm í heimi er ekkert smáræði, en Attenborough tekst að miðla til okkar tíðindum af maurum, fiskum og eðlum af sömu hlýju og forvitni. Er það furða að honum hefur tekist að vekja áhuga fjölda fólks á blessaðri náttúrunni, sem finnst ekki bara í frumskógum og fjörum heldur einnig í görðum okkar og nágreni.
David er heiðursdoktor við líf og umhverfisvísindadeild HÍ og deilir heimili sínu með kúluskítnum Fríðu sem ættuð er úr Mývatni.
Kúluskítur er sérkennilegur þörungur (Cladophora) sem við vissar aðstæður myndar kúlur sem rúlla um botn vatnsins. Kallast Marimo á japönsku og á sér marga aðdáendur. Mynd af vefnum www.mosswall.com.
Sjá einnig Heimasíðu um kúluskít.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 17:57 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.