14.6.2010 | 14:41
Myndarlegir melrakkar
Því miður áttum við ekki heimangengt um helgina, annars hefði verið gaman að kíkja á opnun Melrakkasetursins.
Ester Rut Unnsteinsdóttir líffræðingur er forstöðumaður. Hún hefur meðal annars unnið að rannsóknum á refum á Hornströndum og á hagamúsum á Kjalarnesi, hvorutveggja með Páli Hersteinssyni.
Ester á nokkrar myndir í bók Páls um refina á Ströndum, og það sést á myndasafni Melrakkaseturs að hún hefur enn gott tak á myndavélinni.
Refirnir eru upprunaleg tegund á Íslandi, þ.e. þeir voru ekki fluttir hingað fyrir tilstuðlan manna. Páll og félagar fundu meðal annars 3500 ára gömul bein refa á ströndum.
Eldri pistill um Melrakkasetrið.
Melrakkasetur með leikhúslofti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.