Leita í fréttum mbl.is

Frábær árangur

Það er ekki algengt að íslenskir aðillar nái í stóra erlenda vísindastyrki (í fljótu bragði man ég bara eftir styrkjum til Kerfislíffræðiseturs HÍ, Gervigreindarseturs HR, Urðar Verðandi og Skulda, Íslenskrar erfðagreiningar og Ólafs Andréssonar...þótt örugglega séu þeir fleiri.

Þar sem ég sýslaði með bakteríugen í meistaraverkefninu þá er ég spenntari yfir AMYLOMICS verkefninu. Markmiðið er að reyna að finna og hagnýta ensím úr umhverfisbakteríum, og eftir því sem ég best veit verður áhersla á ensím sem tengjast nýsmíði og niðurbroti á sterkjum.

Framlagið til Matís mun líklega krefjast mannaráðninga. Vonandi er nóg af líffræðingu, lífefnafræðingum og stærðfræðingum (eða skyldum greinum) á vinnumarkaðnum til að sinna báðum þessum verkefnum. Þeir sem eru að leita að vinnu í þessum geira ættu að hafa samband við Matís hið snarasta.

Líffræðingum eða fólki með áþekka menntun sem eru að leita að framhaldsnámi er einnig bent á að sóst er eftir meistaranema í vistfræði (Hlutverk mosa í vistkerfum) og tveimur doktorsnemum í rannsókn á þroskun og þróun bleikjunnar (tengiliður er undirritaður - nafnið á blogginu @hi.is).

Sjá nánar á vef Matís.


mbl.is ESB styrkir verkefni Matís
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband