6.8.2010 | 14:51
Hár af Elvis Presley hefur lækningamátt
Á plánetu langt í burtu, eftir milljarð ára og tilurð lífs, mannvera og rokktónlistar. Þær fregnir ganga fjöllum hærra að hár úr handakrika mesta klassíska tónskáldi Finnlandíu Elvinus Preiisleiiunomi hafi lækningamátt.
Handakrikalækningafélagið tók þetta benti hinsvegar á að ekki væri um að ræða hár úr krika Elvinus sjálfs heldur sonum hans Kýrhausinus og Nautheimskus. Hvorugur þeirra hafði verið klónaður eins og Elvinus sjálfur, og því ómögulegt að hár úr handakrikahölum þeirra gætu læknað nokkurn þróaðan (eða óskapaðan) hlut.
Myndarleg ekkja með barn á hnénu sagði hjartnæma sögu af því hvernig hár Elvinusar (reyndar Kýrhausinus og Nautheimskus) læknuðu kvef sem hafði plagað hana í 54 klst samfleytt og var þess fullviss að hárin dyggðu til að lækna heilablæðingu og fótaóeirð, hitasótt og kynkulda, svitaböð og hjartasorg. Það skipti engu máli þótt faraldsfræðingar sýndu fram á að hárin væru hin mesta meinsemd, og orsökuðu lungnakrabba ef þau væru reykt, magasár væri þeirra neytt og heilaskemmdir ef þeim væri undir varir troðið. Hárin seldust eins og heitar lummur, og Abbakúkar í krukkum urðu að víkja sem helsti lukku og lækningargripur plánetunar.
Að endingu varð ljóst að handakrikar Elvinusar gamla hefðu tæplega geta staðið undir framleiðslu og sölu á þeim 15.000.000 rúmmetrum af Elvinusarhári sem seldir voru á plánetunni á hverju ári.
Og ekkert breytist.
Eftirskrift, lesist í samhengi við frett mbl.is.
Kjöt af klónuðu nauti á markað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkur: Froða og sápukúlur | Breytt s.d. kl. 20:53 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Takk nafni, þetta var einstaklega frískandi lesning á mánudegi og fyrsta vinnudegi eftir gott sumarfrí.
Arnar, 9.8.2010 kl. 11:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.