Leita í fréttum mbl.is

Var hann lengi að fatta?

Það er langt síðan ég las bók Hawking um sögu tímans. Mér hefur fundist sú afstaða hans sérkennileg, að vera opin fyrir möguleika að guðlegt inngrip hafi þurft til að koma heiminum á koppinn.

Vísindasagan segir frá fjölda spurninga sem forfeður okkar stóðu frammi fyrir, jarðskjálftum, farsóttum, uppruna tegunda og orsakir sjúkdóma. Þegar svörin voru á huldu var vísað til yfirnáttúrlegra skýringa.  Við höfum nú veraldlegar skýringar á þessum fyrirbærum, t.d. jarðskorpuhreyfingar og misgengi valda jarðskjálftum og sýklar eða veirur valda farsóttum.

Uppruni heimsins er torrannsakanlegur, en við þurfum samt ekki að kasta frá okkur hinni vísindalegu aðferð og sættast allt í einu á yfirnáttúrulega skýringu. Er þessi yfirlýsing ekki bara auglýsingabrella fyrir nýju bókina?

Saga tímans er reyndar ein yndislegasta vísindabók sem ég hef lesið. Hún er mjög auðveld aflestrar og frásagnarmáti Stephens er til fyrirmyndar. Úr kynningarbæklingi frá Hinu Íslenska bókmenntafélagi.

Í Sögu tímans gerir höfundurinn grein fyrir þessum uppgötvunum og skýrir rækilega eðlisfræði sína, án þess að nota flóknar stærðfræðijöfnur en með
fjölda skýringamynda. Hann fjallar einnig um það sem nú er eitt helsta markmið eðlisfræðinga, að gera grein fyrir þyngdaraflinu út frá forsendum
skammtafræðinnar, og varpar skýru ljósi á heimsmynd eðlisfræði nútímans sem mörgum virðist svo framandi.


mbl.is Ljóst að Guð skapaði ekki heiminn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jónsson

Gæðabók, þarf að fara að grafa upp eintakið mitt aftur

Páll Jónsson, 2.9.2010 kl. 14:06

2 identicon

Hann les örugglega bloggið mitt sko... thats why ;)

doctore (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 14:20

3 identicon

Hver skapaði lögmálin sem að komu stórahvelli af stað, þ.m.t. massa?  Það er alveg ótrúlegt hvað við manneskjan getum verið fyndin, það er ekkert langt síða að Oxford einn virtasti háskóli í heim viðurkenndi að jörðin væri ekki flöt, eigum við eitthvað að ræða þetta?  Það eina sem að við getum verið full viss um að við vitum er að við vitum ekki neitt, þ.a.l. erum við stanslaust að læra eitthvað nýtt   "You miss too much these days if you stop to think" ...

Kv.

Atlinn

Atlinn (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 14:29

4 identicon

Þú getur aldrei útilokað eitt né neitt. Mjög mjög ólíklegt það sé til eitthvað eins og guð en ekki óhugsandi.

Davíð (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 14:57

5 Smámynd: Arnar Pálsson

Davíð

Vísindaleg þekking verður til þegar fólk setur fram prófanlegar tilgátur, setur þær í gegnum ströng próf og afsannar flestar tilgáturnar.

T.d. settu Lamarck og Darwin fram tvær tilgátur um þróun lífsins. Niðurstöðurnar duga til að fella tilgátu Lamarck, en engar niðurstöður hafa fellt tilgátu Darwins.

Arnar Pálsson, 2.9.2010 kl. 15:05

6 identicon

Saga tímans ætti að vera skyldulestur í skólum. Ef það er hægt að kenna trúarbragðafræði í grunnskólum þá hlýtur að vera hægt að koma að læsilegu riti um grundvallarkenningar eðlisfræðinnar um upphaf og eðli alheimsins .

Bjarki (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 15:16

7 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Alltaf gaman að sjá vitnað í meistara Bono

Annars verður væntanlega um að litast eins og á Gaza hér á blogginu eftir þetta útspil. 

Haraldur Rafn Ingvason, 2.9.2010 kl. 16:48

8 Smámynd: Arnar Pálsson

Bjarki, sammála.

Haraldur, mbl.is virðist alveg til í að standa fyrir hanaati. Kannski við eigum von á hestaati eða skylmingaþrælum?

Arnar Pálsson, 2.9.2010 kl. 18:07

9 identicon

Það er kannski lýsandi að hundalógíkin á bak við WMD í Írak (Weapons of Mass Destruction = gjöreyðingarvopn?) og GUÐ hefur verið sú sama; Fyrst við finnum þetta ekki - þá hlýtur það að vera vel falið...

Hawkins gerði vel að skrifa svona "alþýðlegt kver", held ég hafi verið í einhverja mánuði að komast í gegnum textann (á ensku).

Sveinn í Felli (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 10:36

10 Smámynd: Arnar

Hlutlausir efasemdamenn geta náttúrulega ekki útilokað einhverskonar guð eða guði í þeim atriðum sem óvissa ríkir um, eins og 'upphaf alheimsins'.  En meðan það liggja ekki fyrir nein frekari gögn um guðinn eða guðirnir sem hægt er að rannsaka og prófa þá hljóta þeir að vera ákaflega ólíkleg útskýring.

Td. í öllum atriðum þar sem eitthvað var óvíst áður en svo fannst haldgóð skýring á hefur hið náttúrulega verið niðurstaðan.  Því er orðið nokkuð öruggt að álykta svo að ef eitthvað er óvitað þá mun finnast náttúruleg útskýring á því.. hvenær sem hún finnst.

Arnar, 3.9.2010 kl. 15:16

11 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Skylmingarþrælarnir ekki mættir enn.

Fyrir mér er Guð utan sköpunarinnar og verður því aldrei sannaður.

Trú mín byggir á því að  Tilvera Guðs sé í eilífðinni, þar sem lögmál orsakar og afleiðingar, tíma og rúms gilda ekki. Þess vegna er Guð tímalaus og ekki bundinn stað.

Það er vegna okkar sem við þurfum að grípa til orða sem við vitum hvað merkja til að lýsa Guði. Oft var það gert með neikvæðum formerkjum Guð er ekki maður o.s.frv. Eða Guð er kærleikur, bara meiri og öðruvísi en mannlegur kærleikur.

Ég ætla ekki að hafa um þetta langt mál. En ég lifi sem sagt í tveimur lífum (ekki þó tvöfalt líf Fríðu) jarðnesku lífi og eilífu lífi í trú og samfélagi trúaðra á öllum tímum. Að jarðlífi loknu er tíminn ekki lengur til og eilífðin tekur við.

Það er ekki auðvelt að kenna trúarbragðafræði í grunnskóla, en reynsla mín er sú að sé kona alveg heiðarleg og eins hlutlaus og henni er unnt, en þó tilbúin til að svara persónulegum spurningum, sem allir geri sér grein fyrir að eru skoðun kristninnar, gengur bærilega að halda uppi samræðum við hluta bekkjarins. Hinir læra svo bara staðreyndir um Trúarbrögðin, en hugsa ekki djúpt.

Þessi færsla varð lengri en til stóð, en mig langaði til að koma því að trú og bærilegt vit þurfa ekki að stangast á.

Hólmfríður Pétursdóttir, 3.9.2010 kl. 18:59

12 Smámynd: Páll Jónsson

Það sem ætti að vera skyldulestur í framhaldsskólum (utan Hawkins) er "A Short History of Nearly Everything" eftir Bill Bryson. Var gefin út á íslensku um árið sem "Stutt saga um næstum allt". 

Þetta er ekkert annað en frábært verk. Ég les það árlega. Samantekt gerð af frábærlega skrifandi, ekki vísindalega lærðum manni, um allt sem hann langaði að vita um vísindi, og persónulegar sögur um viðkomandi vísindamenn fylgja með.

Mikið vildi ég að ég hefði kynnst honum í framhaldsskóla, les bókina árlega a.m.k. 

Páll Jónsson, 3.9.2010 kl. 22:42

13 Smámynd: Páll Jónsson

Sé að ég varð þess vafasama heiðurs aðnjótandi að kalla Hawking Hawkins, þ.e.a.s. að skella honum saman við Dawkins. Ojæja. 

Páll Jónsson, 3.9.2010 kl. 22:44

14 Smámynd: Arnar Pálsson

Hólmfríður

Colosseum er nokkrum "klikkum" frá á vefnum, t.d. http://zeriaph.blog.is/blog/zeriaph/entry/1090878/.

Takk fyrir að deila með okkur trú þinni og skilgreiningu á guði.

Atið sem þú vísar til byrjar þegar fólk skilgreinir guð sinn sem hreyfiafl í náttúrunni og mannlegu samfélagi. Vísindamenn sætta sig ekki við yfirnáttúrulegar skýringar á sjúkdómum, jarðskjálftum eða úrslitum í fótbolta. Við göngum út frá því að þessir atburðir og aðrir eigi sér efnislegar skýringar, sem byggjast á lögmálum efnis, orku, tilviljunar og þróunar (...svo mætti lengi telja).

Trú og vit þurfa ekki að stangast á, og oft hafa trúaðir menn gert miklar uppgötvanir eða skrifað stórkostleg skáldverk. En margir falla í þá rökvillu að uppgötvanir þeirra séu bein afleiðing trúarinnar, eða að stórkostlega skáldverkið afleiðing trúleysisins.

Páll

Takk fyrir að minnast á Stuttu söguna hans Bill Bryson. Ég er einmitt að lesa hana núna. Hann skrifar af mikilli ástríðu og áhuga...vissulega fjálglega og stundum styttir hans sér leið...en það dregur ekki úr áhrifamætti bókarinnar. 

Það væri gaman að vita hversu margir íslenskir framhaldskólanemar hafa lesið þessa bók.

Arnar Pálsson, 7.9.2010 kl. 12:20

15 Smámynd: Arnar Pálsson

Ég fann tilvitnun í Richard P. Feynman sem á vel við í umræðunni um guð og alheiminn.

God was invented to explain mystery. God is always invented to explain those things that you do not understand. Now, when you finally discover how something works, you get some laws which you're taking away from God; you don't need him anymore. But you need him for the other mysteries. So therefore you leave him to create the universe because we haven't figured that out yet; you need him for understanding those things which you don't believe the laws will explain, such as consciousness, or why you only live to a certain length of time — life and death — stuff like that. God is always associated with those things that you do not understand.

Arnar Pálsson, 7.9.2010 kl. 12:22

16 Smámynd: Páll Jónsson

Feynman er gull. Líkt og Dawkins, Einstein og Stephen Fry hafi eignast afkvæmi, þessi maður er gull.

Góð myndbönd með og um hann á video.google.com (þar sem 10 mín regla youtube er sem betur fer ekki við lýði).

Páll Jónsson, 7.9.2010 kl. 20:22

17 Smámynd: Arnar Pálsson

Takk Palli fyrir ábendinguna. Núna er dagurinn minn farinn í vaskinn :)

Arnar Pálsson, 8.9.2010 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband