8.9.2010 | 16:53
Arfleifð Darwins, kafli eftir kafla.
Við höfum sett upp síðu sem er helguð Arfleifð Darwins, ritgerðasafni sem gefið verður út af Hinu íslenska bókmenntafélagi um næstu mánaðarmót. Á vefsíðunni munum við birta hluta úr nokkrum köflum bókarinnar, innganginn, kápu og
1. Þróunarkenningin - Einar Árnason.
2. Gen, umhverfi og svipfar lífveru - Einar Árnason.
3. Landnám þróunarkenningarinnar á Íslandi, 1872-1910 - Steindór J. Erlingsson.
4. Lífríki eyja: Sérstaða og þróun - Hafdís Hanna Ægisdóttir.
5. Vitnisburður steingervinga um þróun lífs á jörðinni - Ólafur Ingólfsson og Ingibjörg Svala Jónsdóttir.
6. Áhrif Darwins á flokkunarfræði 19. aldar og nútímans - Guðmundur Guðmundsson.
7. Þróun atferlis - Hrefna Sigurjónsdóttir og Sigurður S. Snorrason.
8. Myndun tegunda og afbrigðamyndun íslenskraferskvatnsfiska - Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir og Bjarni Kristófer Kristjánsson.
9. Þróun kynæxlunar - Snæbjörn Pálsson.
10. Uppruni lífs - Guðmundur Eggertsson.
11. Þróun mannsins- Arnar Pálsson.
12. Þáttur plöntukynbóta í fæðuöryggi heimsins:Sókn eftir nýjum breytileika - Áslaug Helgadóttir.
13. Menning, mím og mannskepnur:Þróunarkenningin í hug- og félagsvísindum samtímans - Guðmundur Ingi Markússon.
14. Að skilja hugtökin er meira en að segja það - Hrefna Sigurjónsdóttir.
Í fyrsta kafla rekur Einar Árnason meginskýringar Darwins á þróun. Í fyrsta lagi hvernig saga lífsins tengist vegna erfða og myndar eitt ættartré sem greinst hefur á milljónum ára í bakteríur, plöntur og dýr, og í öðru lagi hvernig náttúrulegt val hefur leitt til margvíslegra aðlagana sem áður voru taldar helstu vitnisburðir um almáttugan skapara. ... Í öðrum kafla ræðir Einar hvernig svipfar eða eiginleikar einstaklinga mótast af samspili umhverfis og erfða... Í þriðja kafla bókarinnar gerir Steindór J. Erlingsson grein fyrir viðtökum þróunarkenningar Darwins á Íslandi á árunum 1872-1910. Þar fjallar hann m.a. um skoðanir Benedikts Gröndal, Þorvalds Thoroddsen og fleiri á kenningunni. Flestir voru þeir á einhverjum tíma hlynntir þróunarkenningunni, en skoðanir voru skiptar um gildi náttúrulega valsins.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Arfleifð Darwins, Darwin og þróun | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Mundirðu mæla með þessari bók?
Vendetta, 8.9.2010 kl. 17:13
Sem einn fimm ritstjóra get ég ekki talist hlutlaus meðmælandi.
En ég hefði ekki tekið þátt í að setja hana saman ef ég teldi skrifin ekki þess virði!
Arnar Pálsson, 9.9.2010 kl. 09:38
Flott og þarft framtak.
Arnar, 10.9.2010 kl. 11:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.