9.9.2010 | 11:46
Þróun er staðreynd
Þróunarkenningin er grundvöllur líffræðinnar, og samtvinnast mörgum öðrum fræðigreinum (t.d. læknisfræði, jarðfræði, hugvísindum og félagsvísindum). Samt finnst fólk sem er tilbúið að afneita henni, oftast af trúarlegum eða pólitískum ástæðum. Það fólk finnur ekki sömu þörf hjá sér til að hafna afstæðiskenningu Einsteins eða öðrum lögmálum (nema kannski þeim sem tengjast jarðsögunni).
Steindór J. Erlingsson svarar á Vísindavefnum spurningunni, Er þróunarkenningin bara kenning eða er hún staðreynd? Svar hans hefst á þessum orðum:
Þróunarkenningin er einhver farsælasta vísindakenning sem fram hefur komið og hefur sem slík staðið af sér fleiri óveður en aðrar vísindakenningar. En dagleg notkun á hugtakinu þróunarkenning er eilítið villandi því að tvær hugmyndir liggja því til grundvallar. Annars vegar er um að ræða hið almenna viðhorf að lífið hafi þróast og hins vegar á hvern hátt þróunin átti sér stað. Báðar þessar hugmyndir hafa þróast frá því að vera tilgátur upp í það að verða kenningar.
Örn Bárður Jónsson hélt því fram í september 2006 að þróunarkenningin væri bara kenning, sem vísindin gætu losað sig við. Steindór hafði samband við Rás 2, og fékk að koma í viðtal, þar sem hann hrakti þessa fullyrðingu.
Þeir sem hafa áhuga á þessu efni er m.a. bent á bókina "Why evolution is true". Höfundurinn er Jerry Coyne, þróunarfræðingur við háskólann í Chicago og í henni ræðir hann þróunarkenninguna og þann haug af staðreyndum sem liggja henni til grundvallar.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Sorgleg ummæli hjá Erni Bárði. Bendir til þess, eins og svo margt gerir, að trúfólk gæli við hugmyndir um allskyns inngrip hjá guði sem gjarnan megi finn merki um í náttúrunni og þegar vísindin segja annað vona menn heitt að vísindin séu röng.
En séu menn spurðir út svona óskhyggju kemur sem svar einhver "orðræða" um að kristni hafi með aðra hlut að gera en þá sem vísindin geta mælt og prófað...
Kristinn Theódórsson, 9.9.2010 kl. 12:29
Sæll Kristinn
Mér hefur yfirleitt fundist gaman og jafnvel gott að hlýða á Örn Bárðar, en þessi ummæli hans komu mér á óvart.
Ég held að við getum ekki hundsað þá staðreynd að atlögur að þróunarfræði og jarðfræði eru oftast runnar undan rifjum kristinna manna. Þeim finnst líklega heimsmynd sinni ógnað, en samt skil ég ekki hvað fyrir þeim vakir, því eins og þú segir þá fást trúarbrögð og vísindi við mismunandi spurningar.
Arnar Pálsson, 9.9.2010 kl. 13:00
Mér þykir stundum einhver líkindi með gróðurhúsakenningunni og afneitun á henni, sem virðist stundum einmitt vera til komin vegna trúarlegra- eða pólitískra skoðana. Hvað segirðu um það, telur þú að það séu einhver líkindi með afneitun á þessum 2 kenningum?
Sveinn Atli Gunnarsson, 9.9.2010 kl. 13:04
Svatli
Ég las grein í NY Times um þetta efni í vor. Darwin Foes Add Warming to Targets By LESLIE KAUFMAN Published: March 3, 2010
http://www.nytimes.com/2010/03/04/science/earth/04climate.html
Þar segir m.a.
Það er margt svipað með þessum hreyfingum, vithönnunarsinnum sem berjast gegn þróunarkenningunni og þeim sem hafna gróðurhúsaáhrifunum (eða hnattrænum veðrabreytingum).
Í raun eru hvorir tveggja að fylgja gömlu máti sem tóbaksframleiðendur beittu, þeir reyna að viðhalda óvissu, skapa umræðu sem lítur út fyrir að vera fræðilegur ágreningur og nota leiðir áróðursmeistara til að höfða til tilfinninga en ekki röksemda.
Arnar Pálsson, 9.9.2010 kl. 13:13
Andstaðan við þróunarkenninguna er eitt af því fáa sem sameinar þá sem kenna sig við bókstafstrú af kristunum meiði. Þannig er höfundur hins mikla doðrants "Atlas Of Creation" Múhameðstrúarmaður.
Grátbroslegt í ljósi fréttaflutnings af þessu fífli!
Haraldur Rafn Ingvason, 9.9.2010 kl. 15:01
Á svipuðum nótum, Brynjólfur Þorvarðsson setti saman skemmtilegan pistil um skrif Mófa og sköpunarsinnans Lennox: Lennox vs. hann sjálfur
Arnar Pálsson, 9.9.2010 kl. 17:25
Öfgamenn eru og verða alltaf til það er staðreynd sem við verðum því miður að sætta okkur við. Þeir eru hins vegar óvenjulega sýnilegir hér á moggablogginu og mætti halda að annar hver íslendingur sé öfgamaður eða bókstafstrúar. Þegar maður fer að ræða við fólk úti í þjóðfélaginu um þetta málefni(þróun og sköpun) þá hef ég ekki ennþá hitt einn einasta mann persónulega sem aðhyllist þessum kenningum.
Ég er nánast alveg hættur að eiga orðræðu við þá vegna þess að það er ekki hægt að rökræða við þetta fólk. Það er eins og að reyna að sannfæra næsta vegg um að hann hafi rangt fyrir sér. Svo eru öfgamenn voðalega duglegir að þykjast vita allt um vísindi en hafa svo ekki hundsvit á því sem þeir eru að tala um.
Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 08:44
Uss.. þið viðtið væntanlega að öll gagnrýni á Örn Bárðar og á hans vini, skoðanabræður og trú er argasta einelti.
Arnar, 10.9.2010 kl. 11:31
Þorvaldur
Ég er sammála, þetta eru upp til hópa öfgamenn. Spurningin er hvort maður eigi að láta þá leika lausum hala, eða benda á rangfærslur þeirra.
Ef maður lætur þá leika lausum hala er hætt við að þeir sannfæri fólk um einhvert meinlegt bull.
Ef maður fer út í rökræður er hætt við að það líti út eins og "fræðileg" deila fyrir venjulegu fólki, sem gæti ályktað að sköpunarsinnarnir hafi í raun eitthvað fram að færa.
Nafni
Ég er sammála, þessi ræða hans sem étin var upp í fréttum útvarps var alveg ótrúlegt mjálm. Að saka íslenska fjölmiðla um að vera of harðskeytta er eins og að saka tannlausann kött um að vera villidýr.
Furðulegt hvað RÚV spilar langa parta af ræðum prestanna í fréttum. Ætli þeir fengust til að spila jafn langa búta af viðtölum við Vantrúarmenn?
Arnar Pálsson, 10.9.2010 kl. 12:12
Samkvæmt tengilið mínum hjá Vantrú (vinnufélaga.. tveim reyndar) þá virðast ríkiskirkjuprestar hafa ótakmarkaðan aðgang að RÚV, Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. Helst DV sem hefur tekið af skarið, td. með því að endurvekja Ólafs-málið og svo hefur vantrúarseggjum stundum verið boðið á Bylgjuna og X-ið í viðtöl.
Það stendur því varla steinn yfir steini í þessari kvörtun hans um einelti, svona alveg eins og yfirlýsingu hans um að þróunarkenningin sé 'bara kenning'.
Arnar, 10.9.2010 kl. 13:20
Annars, varðandi bókstafstrúarmenn og þróunarkenninguna, þá virðast þeir eiga erfitt með að átta sig á því að þróunarkenningin lýsir ferli en ákvarðar það ekki.
Svona svipað og þegar maður lætur bolta rúlla niður ójafna brekku og skrásetur leiðina sem hann rúllar, þá er maður að lýsa ferlinu en ekki ákvarða hvaða leið boltin fer.
Ótrúlega erfitt fyrir suma að samþykkja þetta.
Arnar, 10.9.2010 kl. 13:32
Þó það sé þreytandi þá þarf að andmæla mesta vitrænusköpunarbullinu.
Það sem mér finnst eiginlega leiðinlegast við ID bullið er að þetta blessaða fólk skuli ekki láta sér nægja að trúa, þrátt fyrir að sköpunarsagan gangi ekki alveg upp samkvæmt nútíma þekkingu, heldur þurfa að finna trúnni einhvern "vísindalegan" farveg - og djöflast í þróunarkenningunni í leiðinni.
Haraldur Rafn Ingvason, 10.9.2010 kl. 16:55
Frændi sæll, auðvitað eru tannlausir kettir villidýr. Alveg eins og sköpunarsögur Biblíunnar eru nættúrufræði.....Not.
Hólmfríður Pétursdóttir, 10.9.2010 kl. 18:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.