Leita í fréttum mbl.is

Kristinn, Hawking og guðfræðingarnir

Kristinn Theodórsson tekur fyrir viðbrögð guðfræðinganna við yfirlýsingum Stephen Hawking um að guðs væri ekki lengur þörf til að útskýra upphaf alheimsins (mbl.is Ljóst að Guð skapaði ekki heiminn). Við fjölluðum um þetta í pistlinum Var hann lengi að fatta? og fjöldi annara bloggara tóku málið til umfjöllunar.

Kristinn kallar pistil sinn Hawking og guðfræðingarnir og þar reynir hann að rekja röksemdir guðfræðinganna. Pistill Kristinns byrjar svona

Trúarhugsunin er mér ráðgáta sem gaman er að krukka í. Eftir fárið í kringum yfirlýsingar Stephens Hawkings um að guðs sé ekki þörf til að snúa tilvistinni í gang, skrifuðu margir trúvarnarmenn pistla um það mál, meðal annars guðsmennirnir á trú.is.
Guðfræðingarnir séra Gunnar Jóhannesson og próf. Hjalti Hugason settu hvor um sig saman grein um málið og reyndu með því að hrista öskuna af trúarsannfæringunni, svo hún héldi áfram að sýnast hrein og hvít. Einnig hefur séra Baldur Kristjánsson bloggað um málið. Skoðum aðeins hvernig til tókst hjá herramönnunum.
Kristinn rekur mál þessara guðfræðinga sem geta ómögulega sæst á að Hawking hafi rétt fyrir sér, og fara af stað án þess að svo mikið sem lesa röksemdafærslu Hawkings. Kristinn segir um málflutning Gunnars:

Hefði Gunnar hinsvegar nennt að kynna sér málið lítið eitt hefði hann komist að því að módelið sem Hawking leggur til er þess háttar, að hinn svokallaði first mover er óþarfur - og þá í dálítið Newtonskum skilningi - en einmitt þannig hafa gríðarlega margir sett fullyrðinguna um guð fram um aldirnar og svar Hawking því mjög viðeigandi.

Ég skora á ykkur að lesa pistil Kristinns og guðfræðinganna hans, til að sjá hversu furðulegur málflutningur þeirra síðarnefndu er. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar

Æji.. viðbrögð margra við þessari yfirlísingu Hawkings voru full sorgleg.

Verst fannst mér samt hvað margir virtust apa það upp eftir hvor öðrum að lýsa því yfir að upphaf heimsins félli undir 'frumspeki' og Hawkings kæmi 'frumspeki' einfaldlega ekki við því hann væri eðlisfræðingur.

Ekki virtist skipta máli hvort eðlisfræðin gæti hugsanlega leyst betur þau vandamál sem 'frumspekin' hefur greinilega ekki gert hingað til.

Arnar, 13.9.2010 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband