Leita í fréttum mbl.is

Kerfislíffræðisetur HÍ leitar að fólki

Í helgarblaðinu var auglýsing frá Kerfislíffræðisetri HÍ. Þau eru að leita að doktorsnemum og nýdoktorum. Hér fylgir auglýsingin. Nánar upplýsingar á vef setursins (http://systemsbiology.hi.is):

Rannsóknasetur í kerfislíffræði við Háskóla Íslands leitar að áhugasömum nýdokturum og doktorsnemum til að vinna að rannsóknum í kerfislíffræði með áherslu á efnaskiptaferla manna.  Rannsóknasetrið er þverfræðileg eining innan Heilbrigðis-og Verkfræði- og náttúruvísindasviða Háskóla Íslands þar sem unnið er að rannsóknum á efnaskiptaferla manna annars vegar og líftækni hins vegar.

Starf nýdoktors í reiknilegri kerfislíffræði manna. 

Nýdoktornum er ætlað að stunda rannsóknir í reiknilegri kerfislíffræði manna.  Starfið felst í að þróa sérhæfð frumu- og vefja-tölvulíkön sem líkja eftir heilbrigðu ástandi og sjúkdómum.  Nýdoktorinn mun þróa og prófa reiknilegar aðferðir byggðar á aðgerðagreiningu.  Verkefnið felur í sér prófun á efnaskiptalíkönum sem  og innleiðingu magnbundinna upplýsinga sem skorða líkanið.  Nýdoktorinn mun einnig taka þátt í þróun ýmiss hugbúnaðar sem nauðsynlegur er fyrir starfsemi Rannsóknaseturs í kerfislíffræði.

Nýdoktorinn þarf að hafa lokið doktorsprófi í lífupplýsingafræði eða skyldum greinum og hafa góðan grunn í líkangerð, aðgerðagreiningu, tölfræði, líffræði og gagnavinnslu. Hæfni í mannlegum samskiptum er nauðsynleg auk áhuga á að vinna að þverfræðilegum rannsóknum með líffræðingum, tölvunarfræðingum og verkfræðingum.

Starf nýdoktors við rannsóknir og þróun á örvökva frumuræktunarkerfi
(microfluidic cell culture system)


Nýdoktornum er ætlað að rannsaka og þróa örvökva frumuræktunarkerfi. Markmiðið með því að nota slíkt kerfi við frumuræktun er að auka næmni mælinga á niðurbrotsefnum fruma í ætinu.  Með þessum aðferðum má einnig auka sjálfvirkni og afköst mælinga.

Nýdoktorinn þarf að hafa lokið doktorsprófi í líffræði eða skyldum greinum og hafa reynslu af frumuræktun og smásjárvinnu.  Einnig áhuga á að tileinka sér forritun og að vinna að myndgreiningu með sérfræðingum...[].

Styrkur til doktorsnáms í kerfislíffræði: Hönnun og þróun efnaskiptaneta
örverusamfélags.

Tölvulíkön af efnaskiptaferlum gera mögulegt að rannsaka og herma hegðun fruma í tölvu.  Aðferð við hönnun slíkra líkana fyrir einstaka örverur/frumur er vel þekkt.  Samfélög örvera skipta miklu máli fyrir heilsu manna og sjúkdóma.  Skilningur á samspili efnaskiptaferla örvera er því mikilvægur við þróun lyfja.  Verkefnið felst í að hanna og þróa slík líkön af efnaskiptaferlum samfélaga örvera.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband