15.9.2010 | 11:27
David Sloan Wilson - hagnýt þróunarfræði
Ég vil minna á fyrirlestur David S. Wilsons kl 12:10 í dag, í Þjóðminjasafninu.
Hann fer fyrir EvoS verkefninu í Binghamton University í New York fylki.
Markmiðið er að nýta þekkingu á þróunarfræðirannsóknum til að skilja samfélög og menningu mannsins, og önnur fyrirbæri sem sprottið hafa upp í kringum tegund okkar... Úr tilkynningu.
Fyrirlestur Wilsons nefnist Understanding and Managing Cultural Change From an Evolutionary Perspective sem má þýða „að skilja og stjórna menningarbreytingum frá sjónarhóli þróunarfræði“. Innihaldi fyrirlestursins lýsir Wilson svo: „Þróun er oft tengd við genetíska nauðhyggju og er teflt gegn lærdómi og menningu. Samt sem áður hafa
hæfileikar manna til lærdóms og menningar komið fram við erfðaþróun og eru þeir um leið sjálfstæð og opin þróunarferli. Nýjar kenningar í þróunarfræði leitast við að sætta hið margþætta erfðaeðli mannshugans við hæfileika hans til takmarkalausra umbreytinga. Niðurstaðan er sú að nýr grundvöllur er að myndast fyrir fræðilegar rannsóknir á menningu og samfélagslegri stefnumótun. Gildir það jafnt um hið smáa,
eins og að bæta umhverfi í einstökum borgarhverfum, og hið stóra, eins og að endurhugsa hagstjórn.
Leiðrétting: Alger skandall, ég mætti kl 13:00 og uppgötvaði að fyrirlesturinn hafði byrjað kl 12:10. Biðst innilega afsökunar hafi ég afvegaleitt einhverja!
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:07 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.