Leita í fréttum mbl.is

Landnám Íslands

Í lok síðustu ísaldar fyrir um 12.000 árum er talið að eyja vor hafi verið jökulslípuð eyðimörk. Það er möguleiki að á nokkrum hnjúkum og fjallstindum hafi þraukað harðgerar plöntur og jafnvel eitthvað smádýralíf. En almennt er það viðurkennt að flóra og fána Íslands hafi þurft að berast hingað erlendis frá.

Það er líklegast að lífverur hafi borist hingað frá nálægum eyjum og meginlöndum, og treyst á strauma og ríkjandi vindáttir. Það er líklegast að hingað berist fræ frá Færeyjum en Alaska. Það er sífelldur flutningur lífvera á milli landa eftir náttúrulegum leiðum, og aðmírálsfiðrildin sem sérfræðingar Náttúrufræðistofnunar lýsa eru dæmi um slíka gesti.

Það fer síðan eftir veðurfari, fæðuframboði og fleiri þáttum hvort slíkir gestir geta haslað sér völl. Stundum koma gestirnir að galopnum kofa með fullu húsi matar, og geta þá blómstrað og dafnað. Í öðrum tilfellum deyja þeir drottni sínum, eða þrauka rétt sumarið. Sem ávaxtaflugufræðimanni finnst mér stórkostlegt að sjá ávaxtaflugur á sveimi í eldhúsinu eða í kringum safnhaugakassann minn, en efast stórlega um að þær hafi veturinn af.

ArfleifdDarwins kapa3Innan líffræðinnar falla spurninga af þessu tagi undir vistfræði og líflandafræði og tvinnast eðlilega við sögu jarðar og loftslags. Í bókinni Arfleifð Darwins fjallar Hafdís Hanna Ægisdóttir um líflandafræði og lífríki eyja, m.a. vegna þess hversu mikilvægar Galapagoseyjar eru fyrir skilning okkar á þróun. Ólafur Ingólfsson og Ingibjörg Svala Jónsdóttir fjalla síðan um jarðsöguna og framgang lífsins.

Nánar um bókina: Arfleifð Darwins


mbl.is Fiðrildi berast til landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband