Leita í fréttum mbl.is

Vísindakaffi

Næst komandi föstudag (24 september 2010) verður hin árlega vísindavaka. Í aðdraganda hennar eru vísindakaffi mánudags til fimmtudagskvöld á súfistanum, og einnig viðburðir um land allt.

Dagskrá Vísindakaffis Vísindavöku 2010 er nú komin á bloggsíðu Vísindavökunar. Þar segir meðal annars.

Áhugasamir um rannsóknir og fræði hvurs konar ættu ekki að láta Vísindakaffi Rannís fram hjá sér fara, en í aðdraganda Vísindavöku er hellt upp á fjögur Vísindakaffi á Súfistanum í Máli og menningu á Laugavegi, 20., 21., 22. og 23. september, kl. 20-21:30 hvert kvöld. Umræðuefni fræðifólksins, sem tekur þátt að þessu sinni, tekur nokkuð mið af umræðunni í þjóðfélaginu, en efni kaffana eru eldfjöll, stjórnarskrár, stofnfrumurannsóknir og þjóðardýrðlingar.

Fjallað verður um Eldfjöll - hvar gýs næst? (Páll Einarsson prófessor í jarðeðlisfræði), Hvað á að vera í stjórnarskrá? (Ragnhildur Helgadóttir, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík), Stofnfrumur - tækifæri eða tálsýn?  (Sveinn Guðmundsson yfirlæknir Blóðbankans og Ólafur E. Sigurjónsson forstöðumaður stofnfrumuvinnslu og grunnrannsókna í Blóðbankanum) og Hver eru sameiningartákn íslensku þjóðarinnar? Frá Njáli Þorgeirssyni til Helga Hóseassonar (Jón Karl Helgason dósent við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands). Nánari útlistingar og tímasetningar má vitanlega finna í dagskránni.
Opinber vefur vísindavöku hefur einnig verið opnaður.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband