Leita í fréttum mbl.is

Íslenski köngulóarmaðurinn

Köngulær eru ein furðulegustu fyrirbæri náttúrunnar. Þær eru öflug rándýr sem hafa margskonar vopn í sínu búri, og er vefurinn ein þeirra merkilegasta uppfinning.

Einn öflugasti íslenski vísindamaður nú starfandi er Ingi Agnarsson, köngulóarsérfræðingur með meiru sem starfar við Háskólann í Puerto Rico (Department of Biology, University of Puerto Rico) og Smithsonian stofnunina. Hann hóf nám í líffræði 1992 og hafði alla tíð mjög skýra hugmynd um hvað hann vildi gera. Strax árið 1996 gaf hann út 175 blaðsíðna grein um íslenskar köngulær, í fjölriti náttúrufræðistofnunar (Agnarsson I. 1996. Icelandic spiders. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar 31: 175 pages, 169 figures.).

Hann fór síðan í doktorsnám í George Washington University í Washington DC og frá árinu 2002 hefur hann birt rúmlega 50 vísindagreinar. Það eru stórkostleg afköst. Það sem betra er að hann hefur iðullega birt góðar og vandaðar greinar. Hann leggur mesta áherslu á köngulær, flokkun, þróun og tilurð vefja, vistfræði þeirra og hlutverk í vistkerfi hitabeltisins. Hann hefur einnig birt rannsóknir um fjörur, flokkun hryggdýra og hvala, sem og samskipti þeirra síðarnefndu.

Við sjáum oft fyrir okkur stakar köngulær í vef, sem bíða eftir bráð sinni í einsemd og veigra sér hvorki við bróðurmorði eða því að eta afkvæmi sín. Slík matarlyst (eða grimmd) hlýtur að vera til trafalla fyrir samlífi lífvera og draga úr líkunum á því að þær geti myndað hópa. En meðal köngulóa finnast nokkrar tegundir sem mynda hópa, samkvæmt Inga sýna 20-25 tegundir köngulóa félagsatferli (af þeim 39.000 tegundum sem lýst hefur verið). Merkilegt nokk þá eru þessar 20-25 tegundir úr nokkrum mismunandi hópum köngulóa, sem sýnir að félagsatferli hefur þróast nokkrum sinnum. Þróunarsagan sýnir okkur að það er hægt að yfirstíga háa þröskulda (Cannibalismi er einn slíkur).

Um titillinn. Þetta er vissulega galgopaleg yfirskrift en vonandi er ljóst að aðdáun mín á Inga og störfum hans er mikil.


mbl.is Fundu stærsta köngulóarvefinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband