27.9.2010 | 15:20
Arfleifð Darwins: útgáfuhátíð 5 október
Arfleifð Darwins: þróunarfræði, náttúra og menning kemur út nú um mánaðarmótin. Bókin er gefin út til að minnast þess að árið 2009 voru 200 ár frá fæðingu Charles Darwin og 150 ár síðan hann gaf út tímamótarit sitt Uppruni tegundanna.
Í bókinni er þráðurinn tekinn upp þar sem Darwin skildi við hann og raktar ýmsar hugmyndir og niðurstöður úr þróunarfræðirannsóknum síðari tíma á sviði líffræði, jarðfræði, trúarbragðafræði og vísindasagnfræði.
Hið íslenska bókmenntafélag gefur bókina út. Til að kynna hana verða hér ritaðir pistlar, valdir kaflar verða settir inn á vefinn darwin.hi.is og Facebook síða sett í loftið.
Útgáfuhátíðin verður 5 október 2010 í Öskju, náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands (frá 16:30 til 18:00). Um verður að ræða stutta kynningu, tvö 10 mínútna erindi og síðan léttar veitingar.
16:30 Kynning á bókinni Arfleifð Darwins
16:40 16:50 Þáttur plöntukynbóta í fæðuöryggi heimsins - Áslaug Helgadóttir, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands
16:50 17:00 Hvunndagshetjan Darwin Guðmundur Guðmundsson, forstöðumaður Safna- og flokkunarfræðideildar Náttúrufræðistofnunar Íslands
17:00 18:00 Léttar veitingar - bókin verður til sýnis og til sölu.
Útgáfuhátíðin er öllum opin. Fyrirlestrarnir tveir verða fluttir af valinkunnum vísindamönnum, sem bæði eru þekkt fyrir að skemmtilega og lifandi framsögu.
Við munum á næstu dögum dreifa veggspjöldum og auglýsingum til að auglýsa bókina. Meðfylgjandi er tilkynning frá HIB um útgáfu bókarinnar og auglýsing um útgáfuhátíðina, hvoru tveggja á pdf formi.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Arfleifð Darwins, Darwin og þróun | Breytt 28.9.2010 kl. 17:12 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.