30.9.2010 | 15:03
Vísindafrétt af gerð 3 - sirkus
Það er í raun ósköp lítið við þessu að segja, nema hvað fréttin er greinilega af gerð 3, þótt reyndar megi greina snefil af gerð 2 í þessari frétt.
Vísindafréttum má skipta í nokkrar flokka.
Í fyrsta flokki eru tíðnid af framfaraskrefum (maður á tunglinu, erfðamengi mannsins raðgreint, ný lækning við krabbameini).
Í öðrum flokki eru hræðslufréttir (hættuleg padda, vírus, baktería eða sjúkdómur sem drepur fólk).
Í þriðja flokki eru fyndnar fréttir (konur með stórar tær hafa meiri kynþörf, froskar aldir á bjór rata betur en aðrir froskar...).
Í fjórða flokki eru "stolt þúfunnar". Vísindamenn ættaðir úr þorpinu eru ræddir í þorpsblaðinu, sem og örninn sem verpir í hólmanum og sjaldgæfa jarðfræðilega fyrirbærið í fjallinu.
Í fimmta flokki eru vísindaleg klúður, t.d. ef vísindamenn svindla, sprengja upp heilt þorp, opinbera kynþáttafordóma sína eða kvenhatur.
Fréttin sem um ræðir er fyndin og hryllileg, framkallar svipuð viðbrögð og það að sjá sjónverfingamann saga sundur fallega konu. Eitt besta tilbrigðið við þá sirkusbrellu er lýst í bókinni Albert eftir Ole Lund Kirkegard. Það skaðar ekki að Þorvaldur Kristinsson (yfirlesarinn á Arfleifð Darwins) þýddi Albert á íslensku.
Skorin í sundur og sett saman aftur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt 1.10.2010 kl. 12:57 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
auk þess er þetta 3 ára gömul frétt
kubbur (IP-tala skráð) 30.9.2010 kl. 19:44
Kubbur
Stórfinn punktur, á morgun fjallar mogginn um að maður hafi stigið fæti á tunglið...
Arnar Pálsson, 1.10.2010 kl. 12:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.