1.10.2010 | 16:22
Steindór, Einar og Arfleifð Darwins
Félagi Steindór J. Erlingsson var í viðtali í vísindaþættinum á útvarpi sögu fyrr í vikunni (hlýða má á viðtalið á stjörnufræðivefnum). Hann var að kynna bókina Arfleifð Darwins, þróunarfræði, náttúra og menning, sem gefin er út af Hinu íslenska bókmenntafélagi.
Á þriðjudaginn, 5 október verður útgáfuhátíð bókarinnar haldin, allir eru velkomnir. Hún fer fram kl 16:30 í Ösku, náttúrufræðihúsi HÍ. Höfundar tveggja kafla bókarinnar munu halda erindi.
Guðmundur Guðmundsson (sem þýddi Uppruna tegunanna á íslensku) mun fjalla um Hvunndagshetjuna Darwin.
Áslaug Helgadóttir mun fjalla um mikilvægi plöntukynbóta fyrir fæðuöryggi heimsins.
Sýnishorn úr bókinni eru nú aðgengileg á darwin.hi.is. Til að mynda er um að ræða fyrstu 3 síður úr fyrsta kafla bókarinnar, sem Einar Árnason ritar. Í fyrstu málsgrein segir Einar:
Þróun er staðreynd.
Það er staðreynd að jörðin er meira en 4500 milljón ára gömul og höfin meira en 3600 milljón ára. Það er staðreynd að líf byggt á frumum hefur verið til á jörðinni í að minnsta kosti helming þess tíma. Það er staðreynd að fjölfrumungar voru til á jörðinni fyrir 800 milljón árum. Það er einnig staðreynd að margir hópar núlifandi lífvera voru ekki til í fyrndinni. fyrir 250 milljónum ára voru hvorki til fuglar né spendýr...[]...
Það er staðreynd að erfðaefni allra lífvera er annaðhvort DNA eða RNA. sama táknmál er notað hjá öllum lífverum við þýðingu erfðaefnis yfir í röð amínósýra í prótínum.3 en það er ekki bara táknmál erfða sem er eins hjá öllum lífverum. Grundvallaratriði efnaskiptaferla eru hvarvetna eins.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkur: Arfleifð Darwins | Breytt 18.10.2010 kl. 17:39 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.