Leita í fréttum mbl.is

Arfleifð Darwins á Facebook

Arfleifð Darwins fjallar um þróun lífvera, fjölbreytileika náttúrunnar, sérstöðu mannsins og líffræðilegar undirstöður menningar og trúarbragða.

Bókin er skrifuð fyrir upplýstan (lesist forvitinn) almenning*, framhalds og háskólanema. Hún tekst á við spurningar á borð við:

  • Hvers vegna lífverur stunda kynæxlun?
  • Hver er uppruni lífsins?
  • Hvað eru lifandi steingervingar?
  • Hvernig tóku íslendingar þróunarkenningunni?
  • Veldur þróun sjúkdómum?
  • Hver eru tengsl þróunarfræði og trúabragða?

Hafdís Hanna setti saman Fésbókarsíðu fyrir Arfleifð Darwins - vinsamlegast lítið þar við og deilið með vinum ykkar ef þið teljið verkið þess virði.

Útgáfupartí bókarinnar verður haldið á morgun - þriðjudaginn 5 október (milli kl 16:30 og 18:00 í Öskju náttúrufræðihúsi HÍ). Allir eru velkomnir, mætið þegar þið getið.

*Ég hef aldrei skilið orðið almenningur, það þýðir í raun allir, nema viðkomandi sé með einhverja ranghugmyndir um ágæti sitt eða klíkunnar sem hann tilheyrir (Fjármagnseigindur og almenningur, klerkar og almenningur, fræðimenn og almenningur). Ég vil undirstrika að ég tel ekki að fræðimenn eða vísindamenn séu á einhvern hátt æðri eða betri en meðalborgarinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband