Leita í fréttum mbl.is

Arfleifð Darwins: á 30% afslætti í Bóksölu stúdenta

ArfleifdDarwins kapa3Fyrir rúmri viku var haldin útgáfuhátíð bókarinnar Arfleifð Darwins, þróunarfræði, náttúra og menning. Bókin er gefin út í tilefni þess að í fyrra voru 150 ár liðin frá útgáfu Uppruna tegundanna og 200 ár frá fæðingu Charles R. Darwin. Markmið bókarinnar er að kynna íslendingum þróunarkenninguna, sem varpar ljósi á flest líffræðileg fyrirbæri og hefur vægi í læknisfræði, jarðfræði og jafnvel tölvunarfræði. Eins og við segjum í inngangi:

Rannsóknir á þróun eru raunvísindi. Því hefur verið haldið fram að þróunarkenningin sé ekki prófanleg, því að hún staðhæfi að lífið hafi orðið til einu sinni á jörðinni og að slíkar sögulegar staðhæfingar sé ekki hægt að prófa eða afsanna. Þetta er misskilningur. Þróunarkenning Darwins er samsett úr fjölmörgum prófanlegum tilgátum sem fjalla t.d. um byggingu þróunartrésins, náttúrulegt val, tilurð aðlagana og áhrif annarra krafta. Um ástæður þróunar, byggingu þróunartrésins og breytingar, t.d. í steingervingasögu, má setja fram tilgátur sem hægt er bæði að styðja og hafna. Þróunarkenningin hefur staðist öll próf, og því má tala um hana sem staðreynd. [skáletrun AP]

Hið íslenska bókmenntafélag gefur bókina út og býður í samstarfi við Bóksölu stúdenta upp á tilboðsverð á bókinni allan októbermánuð.

Fjallað hefur verið um bókina í Vísindaþætti Útvarps sögu, Víðsjá og  Samfélaginu í nærmynd.

Sjá einnig fésbókarsíðu Arfleifðar Darwins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar

Ætli Mofi viti af þessu :)

Arnar, 13.10.2010 kl. 10:30

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Mig skiptir mestu að Harring viti af þessu ;)

Arnar Pálsson, 13.10.2010 kl. 13:05

3 Smámynd: Vendetta

Hver er Harring?

Vendetta, 13.10.2010 kl. 13:39

4 Smámynd: Arnar Pálsson

Haraldur - hér til vinstri.

Arnar Pálsson, 13.10.2010 kl. 14:22

5 identicon

Til þess að Mofi samþykki þróunarkenningu, þá þarf að bæta í bókina: Hver sá sem trúir þessari bók fær extra líf í endalausum lúxus;

DoctorE (IP-tala skráð) 13.10.2010 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband