Leita í fréttum mbl.is

Fyrirmynd ungra líffræðinga

Það er mikilvægt að hafa góðar fyrirmyndir. Innan háskólanna sjá nemendur vitanlega kennara, sérfræðinga og prófessora, sem eru bara eitt (oftast bærilegt) dæmi um atvinnumöguleika. Þegar við ræðum við nemendur okkar í líffræði um framtíðarmöguleika, nefnum við gjarnan stofnanir eins og Hafró, Umhverfisstofnun og Veiðimálastofnun eða fyrirtæki eins og Actavís, Íslenska erfðagreiningu eða Roche Nimblegen. Sigríður Valgeirsdóttir er einmitt dæmi um líffræðing sem lauk doktorsprófi, vann við grunnrannsóknir og tók síðan við rekstri á íslenskum hluta lítils sprotafyrirtækis.

Nimblegen var stofnað í Wisconsin og byggir á framsækinni aðferð til að framleiða svokallaðr DNA örflögur. Um er að ræða glerplötu sem bætt hefur verið við nokkur hundrað þúsund DNA bútar. Hver DNA bútur er með einstakur, því röð basanna í þeim er einstök. Í dæmigerðri flögu er einn bútur fyrir hvert gen í erfðamengi mannsins. DNA flögur nýtast til skoða hvort kveikt eða slökkt sé á genum í einhverjum tilteknum vef (t.d. í húð eða í blóði). Þannig fæst heilstæð mynd af tjáningu allra gena lífveru við mismuandi aðstæður. Við erum með um 21.000 gen og líffræðingar hafa skoðað tjáningu þeirra í ólíkum vefjum og einnig frumur eru t.d. sýktar með ákveðinni veiru eða þegar einstaklingar hafa verið á öðru matarræði.

Svissneski lyfjarisinn Roche keypti Nimblegen þegar fyrirtækið var á leið á opinn markað, og síðan þá hefur fyrirtækið blómstrað. Það er frábært að íslendingur skuli leiða þetta framsækna og flotta líftæknifyrirtæki.

Væri ekki sniðugt ef ríkið gæti stutt betur við grunnrannsóknir hérlendis? Bendi ykkur á greinar Magnúsar K. Magnússonar og Eiríks Steingrímssonar í Fréttablaðinu um þetta efni:

Fjármögnun vísindarannsókna á tímum kreppu

Háskólarannsóknir á tímum kreppu og gæði þeirra 


mbl.is Sigríður yfir framleiðslu Roche NimbleGen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jónsson

Það er fátt áhugaverðara en líffræði... verst með launin.

Páll Jónsson, 14.10.2010 kl. 23:39

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Ef þú færð vinnu í efri lögum líftæknifyrirtækis eða erlendis verða launin ekki vandamál.

Sem dósent við HÍ get ég staðfest að launin eru ekkert svakaleg, ég var mun betur borgaður við Íslenska erfðagreiningu. 

En á móti kemur að ég get rannsakað það sem ég vil og fæ að leiðbeina og kenna forvitnum og skemmtilegum krökkum.

Arnar Pálsson, 15.10.2010 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband