14.10.2010 | 13:16
Námurta úr Þingvallavatni
Í haust höfum við farið nokkrum sinnum á Þingvelli til að veiða bleikjur (Salvelinus alpinus) fyrir rannsóknir okkar og samstarfsmanna við Háskólann á Hólum og Náttúrufræðistofnun Kópavogs.
Í síðustu viku fundu Kópavogsmenn (Haraldur og Finnur) sérstakt afbrigði af murtu, svokallaða námurtu. Myndun litar er ekki eðlileg í þessum einstaklingi, stórir flekkir eru hvítir vegna þess að engin litarefni eru mynduð í þeim frumum.
Þessi námurta er óvenju skrautleg þar sem hún er mjög dökk á baki og lang leiðina niður undir rák, en þar fyrir neðan er fiskurinn alveg litlaus. Þannig má sjá í blóðrauð tálknin í gegnum tálknalokin og einnig glittir í hjartað ofan við eyruggarótina. [af vef Náttúrufræðistofu Kópavogs]
Við vorum að safna sýnum af bleikjuafbrigðum úr vatninu, dvergbleikju, murtu og einnig kuðungableikju (því miður veiddist of lítið af sílableikju). Markmið rannsóknanna eru nokkur. Í fyrsta lagi viljum við rannsaka skyldleika afbrigðanna (með því að skoða erfðabreytileika), í öðru lagi viljum við finna gen sem tengjast mismunandi útliti þeirra og eiginleikum og í þriðja lagi skilja hvaða munur er á þroskun murtu og dvergbleikju?
Til þess að rannsaka þroskun þurftum við að ná hrygnandi fiski sem gengur upp að ströndinni eftir myrkur og kreista úr þeim hrogn (samanber mynd að neðan). Þvínæst eru svil töfruð úr hængunum og bætt við. Þar næst leggjast líffræðingar á bæn, biðja til Arnþórsins, PCRguðsins eða fljúgandi spaghettiskrímslisins, og vona að frjóvgunin takist og nægilega mörg fóstur komist á legg.
Dvergbleikju egg safnað haustið 2010.Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Vá hvað hún er flott. Náði ekki að skoða hana nógu vel um daginn.
Jóhannes (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 21:30
Hún er mjög lagleg, ég missti af þessari veiðferð og er feginn að Haraldur setti myndirnar inn á vefinn.
Það væri gaman að vita hvort litaafbrigði bleikju erfast eður ei.
Arnar Pálsson, 20.10.2010 kl. 09:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.