18.10.2010 | 17:33
Arfleifð Darwins: Ljósmyndasýningin á slóðum Darwins
Hafdís Hanna einn ritstjóra bókarinnar Arfleifð Darwins fór til Galapagoseyja fyrir nokkrum árum til að stunda rannsóknir. Hún tók ógrynni ljósmynda og ætlar að sýna nokkrar þeirra í Te og Kaffi í Eymundsson (sjá tilkynningu og mynddæmi):
Ljósmyndasýningin "Á slóðum Darwins" verður opnuð laugardaginn 23. október kl. 16 í Te & Kaffi í Eymundsson, Austurstræti.
Á sýningunni ber að líta myndir af lífríki og landslagi Galapagoseyja sem líffræðingurinn Hafdís Hanna Ægisdóttir tók á fimm vikna rannsóknarferð um eyjarnar.
Sýningin er haldin í tilefni af útgáfu bókarinnar "Arfleifð Darwins - þróunarfræði, náttúra og menning" sem nýverið kom út á vegum Hins íslenska bókmenntafélags.
Sýningin mun hanga uppi frá 23. október - 23. nóvember 2010.
Mynd Hafdís H. Ægisdóttir - copyright.
Hafdís er plöntuvistfræðingur sem hefur rannsakað dreifingu plantna í Ölpunum og ritaði kafla um Lífríki eyja: Sérstaða og þróun (Landnám Íslands)
í bókina Arfleifð Darwins. Hún hefur einnig haldið ríkulega myndskreytta fyrirlestra um ferð sína til Galapagos (Erindi: Lífríki og jarðfræði Galapagos) og lífríki á eyjum (Lífríki eyja: sérstaða og þróun).
Hið íslenska bókmenntafélag gefur Arfleifð Darwins út og býður í samstarfi við Bóksölu stúdenta bókina á tilboðsverði allan októbermánuð.
Sjá einnig fésbókarsíðu Arfleifðar Darwins og tilkynningu um ljósmyndarsýningu.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkur: Arfleifð Darwins | Breytt 19.10.2010 kl. 15:01 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Já þarna líst mér nú vel á ykkur. Fara út til fólksins. Hlakka til að sjá þetta.
- Sævar
Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 19.10.2010 kl. 15:21
Sæll Sævar
Myndirnar hennar eru ljómandi fínar, kannski ekki jafn yfirþyrmandi fallegar og stjörnuþokurnar ykkar en samt laglegar á sinn hátt.
Stjörnufræðivefnum hefur tekist að ná "til fólksins" - það væri óskandi að fleiri vísindamenn hefðu tækifæri og nennu til þess að kynna fagið fyrir "fólkinu".
Annars eru vísindamenn líka fólk og þjóðfélagið virkar ágætlega þótt fæstir skilji Bonferroni leiðréttingu á p-gildum eða mikilvægi umritunarþátta fyrir tjáningu gena.
Arnar Pálsson, 20.10.2010 kl. 09:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.