Leita í fréttum mbl.is

Hluti af líffræðilegum fjölbreytileika

Viðhorf fólks til arnarins hefur breyst umtalsvert á liðnum öldum. Lengi vel var hann talinn mesti vargur og drepinn markvisst til að vernda varplönd nytjafugla. Síðar áttaði fólk sig á mikilvægi þess að vernda náttúruna fyrir ágangi mannsins. Jón Már Halldórsson segir frá á vísindavefnum:

Frá því að Fuglaverndarfélag Íslands var stofnað árið 1963 hefur verndun hafarnarins verið aðalbaráttumál félagsins og svo er enn. Vandlega er fylgst með framgangi arnarstofnsins frá ári til árs. Hann stækkaði ekki mikið framan af 20. öldinni eftir að hann var friðaður. Fuglafræðingar telja að eitur sem var borið í hræ til að halda refum og vargfuglum niðri sé aðalástæða þess. Örninn lenti mjög illa í þessari eiturherferð á fyrri hluta síðustu aldar. Dæmi eru um að þrjú arnarhræ hafi fundist við eitrað rolluhræ. Eftir að notkun strýkníns var bönnuð hér á landi tók arnarstofninn við sér og hefur verið nokkur stöðugur síðustu áratugi. Undanfarin þrjú ár hafa óvenju margir arnarungar komist á legg miðað við árin á undan eða 22-28 ungar árlega.

Fuglafræðingar telja að 42 pör séu nú hér á landi og er heildarfjöldinn talinn vera um 150 fuglar að hausti. Til þess að varpárangur verði góður þarf veðurfar að vera hagstætt fyrir örninn, sérstaklega í apríl og maí. Landeigendur þurfa einnig að sýna erninum tillitsemi en því miður virðist hafa borið á því að menn hafi visvítandi spillt fyrir erninum á undanförnum áratugum sem veldur því að varpárangur hefur verið afar slakur á sumum svæðum ár eftir ár. Það virðist því sem hið rótgróna arnarhatur meðal æðarræktarbænda sé enn við lýði.

Afræningjar eins og örninn og refurinn eru hluti af vistkerfinu og líffræðilegum fjölbreytileika. Sameinuðu þjóðirnar tileinkuðu árið 2010 líffræðilegum fjölbreytileika. Merkilega lítið hefur verið rætt um líffræðilegan fjölbreytileika hérlendis - helst er að fólk hafi tekist á um lúpínu, sem hefur verið skilgreind sem ágeng innflutt tegund. Í næsta mánuði munu Líffræðifélag Íslands , Vistfræðifélag Íslands og samstarfsaðillar standa fyrir ráðstefnu um rannsóknir á líffræðilegri fjölbreytni (sbr tilkynningu):

Íslenskar rannsóknir á líffræðilegri fjölbreytni

Ráðstefnan verður haldinn laugardaginn 27. nóvember 2010 í Norræna húsinu. Gert er ráð fyrir dagskrá frá 9:00 til 18:00, fyrst yfirlitserindi, síðan styttri fyrirlestrar og veggspjaldakynning.

Vísinda- og fræðimenn sem rannsaka líffræðilega fjölbreytni eru hvattir til þess að senda inn ágrip og/eða skrá sig á ráðstefnuna fyrir 13. nóvember næstkomandi. Netfang fundarins er lifbr.fundur2010@gmail.com - þar er tekið á móti skráningu og ágripum.Tilgreinið við skráningu hvort þið sækist eftir því að vera með erindi eða veggspjald.

Heppilegast er ef ágrip fylgi stöðluðu formi, sem notað var á síðustu líffræðiráðstefnu

Skráningargjald er 500 kr - ókeypis fyrir nemendur. Innheimtist á staðnum.

Skipulagsnefnd mun setja saman dagskrá og reyna að tryggja að fjölbreytilegar rannsóknir verði kynntar. Því gæti verið að einhverjir umsækjendur yrðu beðnir um að kynna veggspjald frekar en vera með erindi.

Skipulagsnefnd: Ingibjörg S. Jónsdóttir, Tómas G. Gunnarsson, Snæbjörn Pálsson og Arnar Pálsson


mbl.is Örnum fjölgaði í sumar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skv ofangreindum upplýsingum þá eru 42 arnarpör á landinu.

Kristinn Haukur Skarphéðinsson fuglafr og arnarsérfræðingur sagði nú í vikunni 65 arnarpör á landinu.

 Afhverju er þessi mismunur?

 Íslenski haförnin er ca 6 - 7 kg... en gullörn sem tekur hér 15 - 20 kg kiðling á meðfylgjandi myndbandi... sem slóðin er á er mun minni eða ca 5 kg

http://www.facebook.com/pages/Predator-Preypredateur-proie/145716852123154

Ernir taka fjölda lamba á hverju ári... m.a. 2005 horfði bóndinn Kristín Jóhannsdóttir við Ísafjarðardjúp á örn taka 2 vikna lamb hennar og fljúga með í átt að hreiðri sínu.

1879 tók örn 1 1/2 árs gamalt barn að Skarði á Skarðsströnd og flaug með það nokkur hundruð metra.

1901 tók örn 1 árs gamalt barn við Gvendarnes í Reyðarfirði og flaug nokkurn spöl með það.

1932 tók örn 3 ára barn 19.3 kg og flaug með það upp í hreiður í 250 m hæð við Hagafjall á Hvaleyjum í Noregi.

Örn er hættulegur ránfugl.

1974 voru taldir 230 hafernir í Grænlandi og stofninn talinn í jafnvægi og 600 í Noregi og stofnin jafnframt einnig í jafnvægi  í Noregi.

Á Íslandi eru allir ernir á svæðinu frá Snæfellsnesi, Breiðafjörð og að Hrútafirði... sem er allt of þéttbýlt arnarvarp.

Örn er ekki í útrýmingarhættu.

Nálgunarbann við arnarhreiður er í 500 m radíus... sem gerir samt 740.000 fermetra svæði frá 15. apríl - 15. ágúst... sem telst eignaupptaka skv stjórnarskrá á landi þeirra bænda sem eiga landið.

Ernir á Íslandi eru heilagri en "heilagar beljur" í Indlandi.

Jóhann Gunnarsson (IP-tala skráð) 20.10.2010 kl. 18:26

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Jóhann, ástæða mismunarins er að vísindavefspistillinn er frá 2002.

Það var enginn að halda því fram að ernir væru ekki ránfugl, og gætu verið hættulegir búfé eða jafnvel berskjölduðum börnum.

Ég sagði bara að maðurinn væri meiri ógn við örninn en örninn við okkur.

Það er rétt að haförninn (Haliaeetus albicilla) er ekki í útrýmingarhættu - á heimsvísu - sbr redlist (margir aðrir ernir eru í útrýmingarhættu hins vegar). Það réttlætir samt ekki staðbundna útrýmingu hafarnarins!

Er þetta spurningin, hvort er heilagara lambið eða örninn?

Arnar Pálsson, 21.10.2010 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband