Leita í fréttum mbl.is

Mjög góð bók

Ég kynntist fyrst skrifum Unnar þegar ég las bók hennar Mannkynbætur: hugmyndir um bætta kynstofna hérlendis og erlendis á 19. og 20. öld. Hún reyndist mér ágæt heimild um það hvernig íslendingar tóku hugmyndum um mannkynbætur, sérstaklega þar sé ég var að skrifa um erfðasjúkdóma og þróun mannsins fyrir bókina um Arfleifð Darwins (ágrip úr kaflanum mínum má finna á darwin.hi.is).

Í bókinni "Þar sem fossarnir falla" fjallar hún um hugmyndir landans um fossa  og nýtingu þeirra. Þetta er mjög lærdómsrík lesning, sama hvaða skoðanir sem fólk hefur á nýtingu vatnsafls, jarðvarma og náttúruvernd.

Þetta er einmitt dæmi um grandvara og yfirvegaða vinnu fræðimanns, sem í fullkomnum heimi myndi færa umræðuna um nýtingu og náttúruvernd upp á æðra plan. En eins og því miður eru of mörg dæmi um, þá einkennast íslenskar umræður um deilumál af upphrópunum, sleggjudómum og rangfærslum.


mbl.is Fossarnir hafa alltaf verið í lykilhlutverki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband