Leita í fréttum mbl.is

Einn og hálfur metri á milli lækja

Elísabet Ragna Hannesdóttir fjallaði um áhrif jarðhvarma á dýralíf í lækjum á Hengilsvæðinu í erindi á rannsóknaþing Verk og raunvísindasviðs HÍ í upphafi mánaðar. Hún sýndi mynd af tveimur lækjum, það munaði 10°C á hitastigi þeirra, en samt var bara 1,5 metrar á milli þeirra þar sem minnst var. 

Aðal vandkvæði vistfræðirannsókna er hversu erfitt er að framkvæma tilraunir. Það er t.d. mjög erfitt að gera tilraun með stofnlíffræði þorskins, við getum ekki fjarlægt öll seiði úr tilteknum firði eða tvöfaldað krabbadýrin á Selvogsbanka. Sum vistkerfi er hægt að grípa inn í, eins og Elísabet, leiðbeinendur hennar Gísli Már Gíslason (vatnalíffræðingur við HÍ) , Jón S. Ólafsson (pöddufræðingur á Veiðimálastofnun) og samstarfsmenn hafa gert. Þau geta bætt næringu í læk, og borið saman vistkerfið í þeim hluta sem fær næringu við þann hluta sem ekki fær (sem er auðvitað ofar í læknum). Hitastiginu geta þau ekki stjórnað, en náttúran er þeim hjálpleg í þessu tilfelli. Á Hengilsvæðinu er margir lækir, af svipaðri stærð og á frekar sambærilegu undirlagi, en þeir eru einnig misheitir. Þeir eru því einskonar náttúruleg tilraun. Að auki er hægt að breyta hitastigi lækjanna, með því að leiða pípur í kross. Það er sérstaklega auðvelt ef lækirnir liggja skammt frá hvorum öðrum.

Stuttur vegur milli lækja dregur bandaríska vistfræðinga til landsins.


mbl.is Lækir við Hengil veita vísbendingar um hlýnun jarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband