29.10.2010 | 12:32
Íslenskar rannsóknir á líffræðilegri fjölbreytni
Líffræðileg fjölbreytni (biodiversity) er í brennidepli. Sameinuðu þjóðirnar tileinkuðu árið 2010 líffræðilegri fjölbreytni. Vefsíða verkefnisins er The International Year of Biodiversity.
Markmið hins alþjóðlega árs líffræðilegar fjölbreytni er að benda á:
- Mikilvægi líffræðilegrar fjölbreytni fyrir líf okkar, og hvernig fjölbreytnin er að minnka.
- Hvað fólk er að gera til að verjast tapi á líffræðilegri fjölbreytni.
- Hvernig fólk er að fagna hinu alþjóðlega ári líffræðilegrar fjölbreytni.
Hérlendis hefur merkilega lítið verið gert af þessu tilefni. Tilraun til úrbóta er að efna til ráðstefnu um rannsóknir á líffræðilegri fjölbreytni. Líffræðifélag Íslands og Vistfræðifélag Íslands standa fyrir ráðstefnunni ásamt samstarfsaðillum (sjá tilkynningu neðst).
En hvers vegna að rannsaka fjölbreytni á Íslandi, allar tegundir sem finnast hér finnast líka erlendis? Ástæðan er sú að líffræðileg fjölbreytni er ekki bara mæld í fjölda tegunda. Fjölbreytning getur birst á allavega fjórum sviðum:
Fjölda tegunda
Mismunur á milli tegunda - hversu ólíkar eru tegundirnar
Breytileiki innan tegunda og stofna - stofnar eru mismunandi, t.d. er breytileiki inna górilla margfallt meiri en finna má milli manna.
Breytileiki í vistkerfum og búsvæðum lífvera
Tilkynning:
Íslenskar rannsóknir á líffræðilegri fjölbreytni
Ráðstefnan verður haldinn laugardaginn 27. nóvember 2010 í Norræna húsinu. Gert er ráð fyrir dagskrá frá 9:00 til 18:00, fyrst yfirlitserindi, síðan styttri fyrirlestrar og veggspjaldakynning.
Vísinda- og fræðimenn sem rannsaka líffræðilega fjölbreytni eru hvattir til þess að senda inn ágrip og/eða skrá sig á ráðstefnuna fyrir 13. nóvember næstkomandi. Netfang fundarins er lifbr.fundur2010@gmail.com - þar er tekið á móti skráningu og ágripum.Tilgreinið við skráningu hvort þið sækist eftir því að vera með erindi eða veggspjald.
Heppilegast er ef ágrip fylgi stöðluðu formi, sem notað var á síðustu líffræðiráðstefnu.
Skráningargjald er 500 kr - ókeypis fyrir nemendur. Innheimtist á staðnum.
Skipulagsnefnd mun setja saman dagskrá og reyna að tryggja að fjölbreytilegar rannsóknir verði kynntar. Því gæti verið að einhverjir umsækjendur yrðu beðnir um að kynna veggspjald frekar en vera með erindi.
Skipulagsnefnd: Ingibjörg S. Jónsdóttir, Tómas G. Gunnarsson, Snæbjörn Pálsson og Arnar Pálsson
Yfir 1.200 lífverur uppgötvaðar á áratug | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.