1.11.2010 | 21:42
Fyrirtæki með sama tjáningarfrelsi og einstaklingar
Í upphafi ársins ákvað hæstiréttur bandaríkjanna að ekki mætti skerða rétt fyrirtækja til að styrkja frambjóðendur í kosningum. Úr frétt NYTimes frá 21 janúar 2010 (Adam Liptak ).
The 5-to-4 decision was a vindication, the majority said, of the First Amendments most basic free speech principle that the government has no business regulating political speech. The dissenters said that allowing corporate money to flood the political marketplace would corrupt democracy.
Þetta er líklega ástæðan fyrir mikilli eyðslu í yfirstandandi kosningum. Og sú staðreynd að örfáir ríkir einkaaðillar hafa ausið fé í Teboðshreyfinguna. Ég vona að íslenskir stjórnmálamenn freistist ekki til að tileinka sér stíl Teboðsins, sleggjudóma, gífuryrði og lýðskrum...ó fyrirgefið, þetta tíðkast víst allt saman hérlendis.
Gríðardýr kosningabarátta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Hefur reyndar ekkert með færsluna þína að gera en ég var að leita (sá þetta fyrir löngu á vantru.is spjallinu) af þessu um daginn þegar þú varst að gagnrýna einhverja 'vísinda' - fréttina á mbl.is.
- This is a news website article about a scientific paper
Gætir haft gaman að þessu.
Arnar, 2.11.2010 kl. 13:30
Blaðamaðurinn er þarna að vega að gervivísindarannsóknum sköpunarsinna, sbr. tenglana sem hann setur neðst.
Vendetta, 2.11.2010 kl. 14:17
Takk margfalldlega nafni, þetta lýsir upp dimman dag.
Þessi pistill er alger snilld og svo skelfilega sannur.
Arnar Pálsson, 2.11.2010 kl. 14:18
Vendetta
Hann heggur fastast í blessaða blaðamennina, og vinnubrögðum þeirra. Hinir fá einnig sinn réttláta skerf. Hann er reyndar merkilega mildur við vísindamennina sem eru tilbúnir að teygja sig í túlkun gagnanna til þess að baða sig í athyglinni.
Arnar Pálsson, 2.11.2010 kl. 14:20
Það er í sjálfu sér tilgangslaust að takmarka framlög til frambjóðenda. Það er alltaf hægt að finna einhverjar leiðir til að fara framhjá því.
Best að treysta dómgreind kjósenda. Ef auglýsingamennska og skrum frambjóðanda fer úr hófi fram er hægt að kjósa einhvern annan.
Að sumu leyti er gott að frambjóðendur geti fengið styrki. Annars væri það bara fjölmiðlafólk og þekktir einstaklingar sem gætu komið sér áfram í kosningum.
Líka auðmenn sem eiga nóga peninga sjálfir.
Þorsteinn Sverrisson, 2.11.2010 kl. 15:58
Hugsanlega væri hægt að setja þak á kostnað, þannig að sá sem á mesta peningana fái ekki flest atkvæði.
Arnar, 2.11.2010 kl. 16:31
Allavega er það þannig í Bandaríkunum að enginn virðist geta fengið sæti á þinginu, vinna mikilvægar kosningar eða komizt í æðstu valdastöður nema að vera vellauðugur. Það er ekki mjög lýðræðislegt.
Vendetta, 2.11.2010 kl. 17:50
Þorsteinn
Ég er sammála því að það verður að treysta dómgreind kjósenda, en mér finnst eðlilegt að setja reglur um framlögin. Kosningabaráttan í bandaríkjunum er oft mjög hatröm, mörg samtök standa í ítarlegum og vönduðum rógsherferðum gegn frambjóðendum. Ályktun hæstaréttar galopnaði fyrir slíkt. Oft er mjög erfitt að rekja hverjir standa að baki eða fjármagna slík samtök, sem furðulegt er eru sum hver undanþegin skatti með því að skrá sig sem góðgerðarsamtök eða ámóta.
Peningafólkið finnur alltaf leið til að hafa áhrif á kosningar, en það er óþarfi að gera þeim það skítlétt.
Ég er semsagt gramur yfir því hvernig hópi öfgamanna, Teboðið, tókst að sigra í kosningum í bandaríkjunum, þrátt fyrir ótrúlega lélegan boðskap og yfirlýsta andúð á rökræðu og faglegri umfjöllun.
Með orðum Thomas Friedman í New York Times (cant keep a bad idea down):
Arnar Pálsson, 3.11.2010 kl. 12:37
Teboðshreyfingin vann nú ekki beint svona á endanum.
Arnar, 3.11.2010 kl. 13:20
Arnar
Alveg rétt hjá þér - Teboðið sem slíkt vann ekki.
En þeir fengu allavega fáránlega mikla athygli, voru með mjög marga fulltrúa í framboði (sigruðu forkjörin) og unnu merkilega mörg sæti.
Arnar Pálsson, 3.11.2010 kl. 15:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.