11.11.2010 | 17:33
Lítill erfðamunur á humarstofnum
Það virðist vera ákveðin mótsögn hér. Merktir humrar ferðast stuttar vegalengdir á ævi sinni. En samt finnst lítill erfðafræðilegur munur á milli fjarlægra landsvæða. Galdurinn liggur augljóslega í fljótandi lirfustigi. Rétt eins og trén nota fræ til að nema nýtt land og "flytja sig" nýtist fljótandi lirfur humar og öðrum sjávardýrum til að dreifa sér til hagstæðra búsvæða.
Samkvæmt vef Hafró voru 12 erfðamörk (svokölluð DNA örtungl, sem eru með breytilegustu svæðum í erfðaefninu) skoðuð og þau voru öll bærilega breytileg. Sérfræðingar stofnunarinnar mátu afl rannsóknarinnar og segja að það hafi verið nægilegt til að greina mun á milli stofna, hafi hann verið til staðar.
Til samanburðar má geta þess að innan margra tegunda finnst munur á milli stofna sem eru bara nokkra kílómetra frá hvorum öðrum. Sá munur er oft tengdur öðrum breytum, eins og breytileiki í Pan1 geni þorskins sem sýnir sterka fylgni við dýpi.
Humar með sömu erfðaefni á aðskildum veiðisvæðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Er hér ekki dæmi um stöðugleika í mengi genanna en ekki miklar "varíasjónir"? Ógnar það ekk rökum þróunarsinna? Tegundir hafa nefnilega tilhneigingu til að halda í óumbreytileikann í stað þess að breytast og verða að öðrum tegundum!
Gaman að sjá þetta með humarinn.
k.k.
Snorri í Betel
snorri óskarsson (IP-tala skráð) 11.11.2010 kl. 22:42
Væri fróðlegt að sjá heimildir fyrir því Snorri, að "Tegundir hafa nefnilega tilhneigingu til að halda í óumbreytileikann í stað þess að breytast og verða að öðrum tegundum!"
Arnar, 12.11.2010 kl. 09:18
Snorri
Ég tek undir með síðsta ræðu manni og bið um heimildir sem styðja þessa staðhæfingu:
Eins og Darwin rakti sjálfur er hellingur af vísbendingum um hið gagnstæða. Erfðir, breytileiki, mishröð æxlun og baráttan fyrir lífinu leiðir til þess að lífverur breytast. Og þegar við áttum okkur á því að umhverfið er fjölbreytt, þá er augljóst hvernig náttúrulegt val leiðir til þess að stofnar þróist í ólíkar átti - sem að endingu getur leitt til nýrra tegunda (ef ekki kemur til mikill flutningur á einstaklingum á milli landsvæða - einmitt það sem gerir humarinn sérstakann).
Í náttúrunni sjáum við nefnilega mikinn mun í mynstri erfðabreytileika eftir því hvaða tegundir við erum að skoða. Hlébarðar eru t.d. með mjög lítinn erfðabreytileika, svo lítinn að sumir óttast að þeir séu að deyja út, sjá t.d. samantekt á vef Berkley háskóla.
Í öðrum tegundum er meiri erfðabreytileiki, en samt til tölulega lítill munur á milli stofna og landsvæða, eins og humarinn sýnir.
Algengast er að munur sjáist í tíðni arfgerða á milli svæða, en það fer eftir tegundum hversu mikill sá munur er. Hjá mannfólki er greinanlegur munur á milli landa og heimsálfa, og jafnvel á milli hópa innan sömu samfélaga (eins og milli stétta á Indlandi) - Fine-scaled human genetic structure revealed by SNP microarrays Jinchuan Xing o.fl. Genome Res. 2009 May; 19(5): 815–825.
Í öðrum tegundum er meiri breytileiki, t.d. er 2-3 sinnum meiri munur á milli stofna górilla en á milli hópa manna. Thalmann, O o.fl. (2007) The complex evolutionary history of orillas: insights from genomic data. Mol. Biol. Evol. 24, 146–158.
Sumar tegundir sýna mjög skarpan mun á milli stofna, svo mikinn að lít má á þær sem undirtegundir eða jafnvel tegundir á forstigi. Og að endingu er til mýgrútur af systur-tegundum, sem eru það skyldar að þær bera ennþá í sér mikið til sama erfðabreytileikann - t.d. Sýklíðar í Viktoríuvatni eða ávaxtaflugurnar Drosophila simulans og systurtegundir hennar tvær D. mauritiana og D. sechellia.
Arnar Pálsson, 12.11.2010 kl. 10:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.