Leita í fréttum mbl.is

Heljartök lyfjarisanna

Hér er tekið á jafn hart á bulli nýaldarsinna og svindli lyfjarisanna. Það er því miður almennt að lyfjarisar beiti margvíslegum brellum til að hagræða sannleikanum, til þess að græða peninga.

Lyfjafyrirtæki hafa verið staðin að því að halda leyndum aukaverkunum lyfja - þrátt fyrir óyggjandi vísbendingar. (sjá greinar Steindórs J. Erlingssonar)

Lyfjafyrirtæki hafa tilhneygingu til að birta jákvæðar niðurstöður rannsókna sinna, en stinga neikvæðum niðurstöðum undir stól. (Sjá pistil Ben Goldacre - pay to play?)

Lyfjafyrirtæki selja lyf sín með því að blása upp aukaatriði. Ef lyf dregur úr styrk kólesteróls í blóði, er það það sett á oddinn í augslýsingum, en lítið rætt um þá staðreynd að lyfið dregur ekki úr hjartaáföllum (ef við tökum eitt tilbúið dæmi).

Vandamálið er að hluta til vinnubrögð lyfjafyrirtækja og skortur á siðferðisvitund starfsmanna þeirra. Annað vandamál er að margar rannsóknir eru hreinlega of litlar - tölfræðipróf á litlum gagnasettum geta gefið mjög misvísandi niðurstöður. Stór nýleg úttekt á lyfinu Natrecor sýndi að það var ekki jafn öflugt og haldið var, og einnig að aukaverkanirnar voru vægari en talið var í fyrstu (litlu tilrauninni!) - Good News and Bad From a Heart Study By GINA KOLATA and NATASHA SINGER í New York Times 16 nóv 2010.

Það væri að fleygja barninu út með baðvatninu að loka alveg á lyfjafyrirtækin. Þau hafa fært okkur mörg notadrjúg lyf og lausnir á heilbrigðisvandamálum. En það er nauðsynlegt að setja þeim strangari reglur, og krefjast þess að frumgögn úr ÖLLUM lyfjaprófum og smáatriði uppsetningar og aðferða verði gerð opinber.

 

Sjá einnig skylda pistla:

Svindl í svefnrannsóknum

Þunglyndislyf og léleg tölfræði

Framhald um þunglyndislyf og lyfjarisa

Geðröskun og lyfleysa

Er ADHD ofgreint?


mbl.is Lyfið kostaði 500 manns lífið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hlómar kunnuglega, skipta út lyf fyrir fjármál og við erum komin heim.

Eirikur Eiriksson (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 21:59

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Eins og Steindór hefur bent á, erum við einmitt djúpt sokkinn í þunglyndispillubaðið. Áskriftir á geðrofslyf vegna ADHD eru 20 sinnum algengari hér en í Finnlandi (Er ADHD ofgreint):

Ef Ísland er borðið saman við hin Norðurlöndin koma fram athyglisverðar tölur. Í samanburði við Finna nota Danir, skv. grein sem kom út í finnska læknablaðinu árið 2006, tvisvar sinnum meira af þessum lyfjum, Svíar þrisvar, Norðmenn átta en Íslendingar 22 sinnum meira.

Arnar Pálsson, 17.11.2010 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband