22.11.2010 | 17:49
Erindi: Eric Lander
Einn af þeim vísindamönnum sem stóðu fyrir raðgreiningu á erfðamengi mannsins, Eric Lander, mun halda erindi þriðjudaginn 23 nóvember kl 10:00. Fyrirlesturinn verður í húsnæði Íslenskrar Erfðagreiningar, að Sturlugötu 8. Úr tilkynningu:
Dr. Lander gekk til liðs við Whitehead stofnunina árið 1986 og hóf síðar störf við MIT sem erfðafræðingur. Hann hlaut árið 1987 hinn virtu MacArthur verðlaun. Árið 1990 stofnaði hann WICGR (Whitehead Institute/MIT Center for Genome Research), sem er er leiðandi stofnun á heimsvísu innan erfðafræðirannsókna. Undir forystu Dr. Landers hefur stofnunin náð miklum árangri við þróun aðferða við að greiningu erfðamengja spendýra. Dr. Lander var einn helsti hugmyndasmiður og leiðtogi alþjóðlega samstarfsverkefnisins "The Human Genome Project", um kortlagningu erfðamengis mannsins. WICGR stofnunin lagði grunninn að stofnun Broad stofnunarinnar, en þar lék Dr. Lander lykilhlutverk.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Erindið var alveg ljómandi skemmtilegt. Eric er lifandi fyrirlesari, talar af mikilli ástríðu og áhuga. Hann einfaldaði reyndar nokkra hluti um of, sagði sumar niðurstöður um eiginleika erfðamengis mannsins hafa komið á óvart. Niðurstöðurnar komu bara þeim á óvart sem voru með ranghugmyndir í upphafi, t.d. um fjölda gena sem væru í erfðamengi mannsins. Lengi vel var talið að fjöldinn væri um 100.000. Þegar erfðamengið var raðgreint, kom í ljós að þau voru í hæsta lagi 30.000, en þeim fannst við hæfi að segja 30-40.000, vegna sinna fyrirfram væntinga. Í ljós kom að einungis 21.000 gen í erfðamengi okkar (þ.e. gen sem skrá fyrir prótínum, gen sem mynda bara RNA skipta þúsundum).
Arnar Pálsson, 24.11.2010 kl. 11:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.