24.11.2010 | 11:04
Fuglaáhugamenn eru flottastir
Þegar ég kom í líffræði þekkti ég kannski 10-15 tegundir fugla. Í árganginum mínum voru engir forfallnir fuglaáhugamenn, en einn slíkur kenndi okkur hryggdýr.
Arnþór Garðarsson hefur alla tíð heillast af fuglum, birti sína fyrstu grein 17 ára gamall og hefur aldrei slegið af. Nú lætur hann af störfum sem prófessor í líffræði eftir áratuga starf og laugardaginn 6 september [2008] verður haldin ráðstefna honum til heiðurs. (sjá Til heiðurs Arnþóri Garðarssyni)
Á hverjum tíma hafa alltaf verið nokkrir forfallnir fuglaáhugamenn í líffræðinámi við HÍ. Ég segi forfallnir af því að þeir eru einbeittari og ákveðnari en margir samstúdentar þeirra, eða að minnsta kosti með skýrar hugmyndir um það hvað þeir "vilja verða þegar þeir verða stórir".
Það er hreint út sagt undarlegt að enginn fuglafræðingur verði með framlag á ráðstefnunni um Íslenskar rannsóknir á líffræðilegri fjölbreytni, sem haldin verður 27. nóvember í Norræna húsinu. Eina fuglatengda viðfangsefnið er veggspjald um sníkjudýr í rjúpum, mjög jólalegt viðfangsefni.
Fuglamerkingar í nýjum höndum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 11:30 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.