9.12.2010 | 18:24
Arfleifð Darwins: tilboð í bóksölu stúdenta
Rannsóknir á þróun eru raunvísindi. Því hefur verið haldið fram að þróunarkenningin sé ekki prófanleg, því að hún staðhæfi að lífið hafi orðið til einu sinni á jörðinni og að slíkar sögulegar staðhæfingar sé ekki hægt að prófa eða afsanna. Þetta er misskilningur. Þróunarkenning Darwins er samsett úr fjölmörgum prófanlegum tilgátum sem fjalla t.d. um byggingu þróunartrésins, náttúrulegt val, tilurð aðlagana og áhrif annarra krafta. Um ástæður þróunar, byggingu þróunartrésins og breytingar, t.d. í steingervingasögu, má setja fram tilgátur sem hægt er bæði að styðja og hafna. Þróunarkenningin hefur staðist öll próf, og því má tala um hana sem staðreynd. [skáletrun AP]
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Rannsóknir á þróun eru raunvísindi. Því hefur verið haldið fram að þróunarkenningin sé ekki prófanleg, því að hún staðhæfi að lífið hafi orðið til einu sinni á jörðinni og að slíkar sögulegar staðhæfingar sé ekki hægt að prófa eða afsanna. Þetta er misskilningur.
Misskilningur? Er ekki rétt að flestir líffræðingar aðhyllast þessa skýringu? Hún er ekki prófanleg.
Hins vegar langar mig að spyrja þig, að því gefnu að gjörvallt líf á jörðu sé sprottið upp af einum meiði; Verkaði náttúrulegt val á þessa einu og fyrstu lífveru?
Jóhann (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 18:58
Gott quotemine Jóhann með misskilningin, svarið við þessari spurningu þinni kemur í næstu tveim settningum sem þú quotaðir ekki.
Arnar, 10.12.2010 kl. 11:07
Jóhann, þú settir puttann á ágætann punkt.
Hvenær byrjar lögmál þróunar að virka? Lögmál stofnerfðafræðinnar og þróunar fjalla öll um stofna, og ein lífvera getur ekki verið stofn. Þannig að fyrsta lífveran getur tæplega hafa virkað á fyrsta einstaklinginn. En um leið og þeir urðu tveir eða fleiri fór þróun að gerast, alveg vélrænt.
Hins vegar vitum við að náttúrulegt val virkar á fleira en lífverur, t.d. er hægt að hagnýta það til að þróa tölvuforrit ("in silico" og án vitrænnar hönnunar).
En þar sem við vitum ekki hvernig fyrsta lífveran var uppbyggð er dálítið erfitt að spá alvarlega í þessa spurningu. Sumir hafa fært rök fyrir því að það hafi ekki verið ein eiginleg lífvera í upphafi, bara efnaskiptaferli sem kepptu sín á milli um hráefni og orku, eða eftirmyndunarkerfi sem fjölfölduðu sjálfan sig. Hvorutveggja gæti þróast vegna náttúrulegs vals (ef fyrir hendi væri, i) breytileiki, ii) erfðir og iii) mishröð æxlun). Þannig að jafnvel áður en "frumeinstaklingurinn" varð til, hefðu lögmál þróunar mótað grunneiningar hans (ath, kyn og kynæxlun þróaðist seinna).
Arnar Pálsson, 10.12.2010 kl. 17:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.