16.12.2010 | 12:34
Nei sko - alvöru áhersla á rannsóknir
Bernhard er harðduglegur vísindamaður og fylgin sér. Það er frábært að hann skuli leiða þetta verkefni. En um leið segir undirstrikar þetta molbúahátt mörlandans.
Danir verja 15 milljörðum í eitt verkefni, sem miðar að því að stuðla að sjálfbærum lífefnaiðnaði.
Rannsóknasjóður Íslands setur um það bil 250 milljónir í ný verkefni á ári, sem er svona álíka mikið og ríkið "gaf" Hraðbraut.
Allt tal um nýsköpun og mannauð er tómt þvaður nema stjórnmálamenn úr öllum flokkum sameinist um að styrkja grunnrannsóknir á Íslandi.
Bendi lesendum á röð greina eftir Eirík Steingrímsson og Magnús K. Magnússon um Háskólarannsóknir a tímum kreppu.
Staða raun- og heilbrigðisvísinda
Íslendingur stýrir rannsóknarmiðstöð í lífefnaiðnaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Ekki nóg með það, þá er vitað alveg fyrirfram hvert þessar 250 mill. fara....
http://www.youtube.com/watch?v=xBkMJ8QqVJo
T. Lárusson (IP-tala skráð) 16.12.2010 kl. 13:15
Ísland setur líka 5.-6 milljarða í gamla draugasögu á hverju ári; Boðberar draugasögunnar eru með launahæstu mönnum ríkisins... já og það er árið 2010
Go figure
doctore (IP-tala skráð) 16.12.2010 kl. 16:13
Staða þjóðkirkjunar hérlendis er náttúrulega sér kapituli.
Arnar Pálsson, 16.12.2010 kl. 18:08
Nér finnst þetta svolítið klaufaleg fyrirsögn. Minnir svolítið á fyrirsögnina frægu um Titanic slysið í Aberdeen fréttablaðinu "An Aberdonian lost at sea".
"Molbúaháttur Mörlandans"? Ekki veit ég það en hér er greinilega efnilegur maður á uppleið, hvort sem hann er íslenskur eða ekki.
Góðar fréttir!
Agla (IP-tala skráð) 16.12.2010 kl. 22:53
Sæl Agla
Fyrirsögnin er kannski óþarflega mikil upphrópun, en málið er það að grunnrannsóknir á Íslandi eru í fjársvelti og það skortir vilja og skilning, stjórnvalda og fjársterkra aðilla. Peningamenn á Íslandi virðast bara vilja fjárfesta í steypu eða kvóta.
Arnar Pálsson, 17.12.2010 kl. 10:29
Eða varstu kannski að velta fyrir þér fyrirsögn mbl.is, þær eru nokkuð margar fréttirnar hérlendis af íslendingu erlendis að mala gull (eða kaffi), mála hús, eða rækta túnfisk.
Arnar Pálsson, 17.12.2010 kl. 10:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.