Leita í fréttum mbl.is

Arfleifð Darwins: Þróunarkenningin barst fljótt til Íslands

arfleifddarwins_kapa3_1049132.jpgSteindór J. Erlingsson skrifaði kafla í bókina Arfleifð Darwins um landnám þróunarkenningarinnar á Íslandi. Af því tilefni ræddi María Ólafsdóttir blaðamaður við hann um Þorvald Thoroddsen, vísindasögu og togstreituna á milli þróunarkenningarinnar og kristinnar trúar. Viðtalið birtist í sunnudagsmogganum, 19 desember 2010, og er endurprentað á vef Steindórs. Þar segir meðal annars:

Greinin sem þarna birtist er að hluta til byggð á rannsókn sem var hluti af meistaranámi mínu en líka rannsóknum sem ég [Steindór] hef gert síðar, sérstaklega á Þorvaldi Thoroddsen. Hans saga er mjög sérstök því að hann skipti algjörlega um skoðun á mjög stuttum tíma. Á tímabilinu 1906-1910 umbreyttist hann frá því að vera þróunarsinni og hóflegur stuðningsmaður lýðræðis yfir í að hafna þróunarkenningunni og lýðræðinu sem stjórnskipulagi. En eins og segir í greininni hafa rannsóknir mínar sýnt að þetta voru skiljanleg umskipti þegar tekið var tillit til alls þess sem gerðist í lífi hans á þessum árum,“ segir Steindór.

Blaðamaður spyr um togstreituna milli þróunarfræði og trúar.

Aðspurður hvort enn skiptist menn í jafnar fylkingar með og á móti þróunarkenningu Darwins segir Steindór að svo sé ekki. Í dag sé stuðningurinn við þróunarkenninguna mjög almennur í Vestur-Evrópu. Þá sé athyglisvert að í grein sem birtist í Science fyrir nokkrum árum komi fram að Íslendingar voru í efsta sæti yfir þá sem samþykktu það að maðurinn væri afurð þróunar. Næstminnstur var stuðningurinn hins vegar í Bandaríkjunum og minnstur í Tyrklandi.

„Bandaríkjamenn eru svolítið sér á báti hvað þetta varðar og ég held að það séu ekki nema 12 til 14% þeirra sem trúa því að lífið hafi þróast algjörlega á náttúrulegan hátt eins og Darwin heldur fram og þróunarfræðin. Kannski 20% í viðbót trúa að Guð hafi að einhverju leyti stýrt þessu en restin hafnar þessu algjörlega. Hér í Evrópu er þróunarkenningin almennt viðurkennd. Ég held að skýringin felist í því að við erum með mun frjálslegri viðhorf til trúarbragða heldur en í Bandaríkjunum. Ýmsar skýringar hafa verið lagðar fram um af hverju Vestur-Evrópubúar virðast hafa miklu minni tilhneigingu til þess að trúa en kannanir í Svíþjóð sýna að allt að 75% af þjóðinni hafni eða efist um tilvist persónulegs guðs og í Bretlandi um 40-50%. Eitt af því sem við notum til að skýra þetta er hið sterka velferðarkerfi sem rekið er á Vesturlöndum. Þannig að fólk hér hefur ekki sömu þörf fyrir að leita í trúna og í Bandaríkjunum. Nokkrar rannsóknir hafa sýnt skýrt samhengi þarna á mili. Við getum leyft okkur að hafna Guði því við höfum ríkið til að styrkja okkur,“ segir Steindór.
Áður fyrr segir Steindór hafa verið eðlilegt að menn skiptust meira í hópa því trúin var hornsteinn í evrópskri menningu langt fram á 19. öld. En stuðningur við hana fór að dala með upplýsingu 18. aldar þegar menn fóru að narta í trúna bæði úr hug-, raun- og félagsvísindum.

Steindór segir að fyrir utan þá sem hafni þróunarkenningunni alfarið, af þeim sem hann skrifar um, þá hafi flestir hinna ekki endilega talið hugmyndina um Guð í mótsögn við þróunarkenninguna. En þetta sé spurning um hvernig fólk skilgreini Guð. Því flestir þeirra virðast hafa verið það sem kallast dei-isti. Það er að segja aðhyllst þá hugmynd að það sé Guð þarna fyrir utan sem sett hafi allt af stað en síðan ekki skipt sér meira af málunum.

 Steindór segir að í dag sé í raun alveg hægt að vera dei-isti og aðhyllast þróun. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

"Það er að segja aðhyllzt þá hugmynd að það sé Guð þarna fyrir utan sem sett hafi allt af stað en síðan ekki skipt sér meira af málunum. Steindór segir að í dag sé í raun alveg hægt að vera dei-isti og aðhyllast þróun."

Ég er sammála þessu.

Vendetta, 20.12.2010 kl. 16:02

2 Smámynd: Vendetta

Hér er ein teikning frá Star Tribune.

Education

Vendetta, 20.12.2010 kl. 16:19

3 Smámynd: Vendetta

Úps, þetta misheppnaðist eitthvað.

Education

Vendetta, 20.12.2010 kl. 16:21

4 identicon

A' trúa á guð en aðhyllast þróun... soldið klént :)

doctore (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 11:12

5 Smámynd: Arnar

Það er í raun ekkert athugavert við það að trúa á guði / yfirnáttúru og samt samþykkja þróunarkenninguna.  Fullt af fólki sem trúir bara á 'eitthvað gott'.

Arnar, 21.12.2010 kl. 11:55

6 Smámynd: Vendetta

Nei, Doctor, hér er ekki endilega um að ræða frumstæðar hugmyndir um guð trúarbragðanna eða himnadrauga sem fylgjast með öllu á jörðinni, heldur eitthvað afl eða öfl sem voru orsök Miklahvells (eða Mikla-eitthvað). Vegna þess að það er ólíklegt að orsakir tilurðar þessa alheims (og annarra svipaðra) finnast einungis við að horfa út í geiminn og mæla, þá er aðeins hægt að leiða líkur að því að eitthvað hafi staðið að baki. Hins vegar, ef einhvern tíma verður sannað að alheimar skapast út frá öðrum alheimum í óendanlegu ferli án upphafs og endis, þá fellur kenningin um að eitthvað/einhver sem er stærri en alheimurinn og standi utan við, hafi orsakað Miklahvell, um sjálft sig.

Hins vegar myndi þannig hugmynd stríða gegn lögmálinu um entropy, sem slær því föstu, að allir ferlar skapa meiri óreiðu (þ.e. S > 0) nema þeir séu adíabatískir, þá er S = 0. Og útþensla alheimsins getur víst varla kallast adíabatísk.  

Vendetta, 21.12.2010 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband