2.2.2011 | 10:57
Lélegar fréttir geta drepið fólk
Þetta blogg sinnir meðal annars vöktun á gæðum og áreiðanleika lífvísindafrétta á mbl.is og vísir.is. Mörgu er þar áfátt, algengt er að fréttir séu hraðþýddar úr erlendum miðlum, oftast án undirstöðuþekkingar á viðkomandi sviði vísinda og jafnvel grunnþekkingar á erlendum málum.
Áreiðanlegar vísindafréttir skipta máli, því þær geta mótað ákvarðanir fólks, varðandi matvæli, lífstíl, hegðan og lækningar (eða skottulækningar).
Í þessari "frétt" mbl.is er brugðið upp forniðurstöðum finnskrar rannsóknar um að mögulega séu tengsl á milli svínaflensubólusetninga og drómasýki. Eini varnaglinn er í lítilli klausu, um að aðrir þættir komi einnig að málinu. Ekki er vitnað í aðrar rannsóknir eða rætt við sóttvarnarlækna hérlendis. Þeir brugðust við með grein í fréttablaði dagsins í dag Veldur bólusetning drómasýki?
Á árinu 2010 varð vart við talsverða aukningu í sjúkdómnum hjá einstaklingum yngri en 18 ára í Finnlandi og Svíþjóð en einnig sást aukinn fjöldi á Íslandi. Í Finnlandi höfðu flestir sjúklinganna verið bólusettir gegn svínainflúensu enda var almenn þátttaka í bólusetningu þar mjög góð eða um og yfir 70%. Í Svíþjóð hins vegar sást aukningin bæði í bólusettum og óbólusettum einstaklingum og á Íslandi var rúmlega helmingur sjúklinganna bólusettur en þátttaka í svíninflúensubólusetningunni hér á landi var um 50%. Benda þessar niðurstöður frá Svíþjóð og Íslandi því ekki til þess að bólusetningin gegn svínainflúensu tengist drómasýki
Daily Telegraph ræddu við Breskasóttvarnarráðið sem sagði að ekkert mynstur hefði sést utan skandinavíu. (Children given swine flu shots have an increased risk of narcolepsy, Finnish experts find Read more: http://www.dailymail.co.uk/news/article-1352565/Swine-flu-shots-Increased-risk-narcolepsy-children-Finnish-experts-find.html#ixzz1CnQxOj6S Fyrirsögnin er reyndar í æsifréttarstíl en umfjöllunin mun vandaðari en hjá mbl.is)
The UK's Medicines and Healthcare products Regulatory Agency (MHRA) said a link between vaccination and narcolepsy had not been confirmed. An MHRA spokesman explained: 'This signal has not been seen outside of Scandinavia and the exact reason why more reports of narcolepsy have been identified in Finland needs further scrutiny. 'As noted in the Finnish report, there has also been an increase in the number of narcolepsy reports in unvaccinated people in Sweden and Iceland, so a relationship with the vaccine is far from clear cut.'
Það er því litlar líkur á að svínaflensubóluefni (ath. ekki svínaflensulyf) eigi þátt í svefnsýki.
Nokkrar spurningar sitja eftir. 1. Af hverju fundust tengsl milli bólusetninga og drómasýki í Finnlandi en ekki annarstaðar? Það er möguleiki að tengslin séu raunveruleg í finnlandi, en séu tilkomin vegna einhvers annars þáttar (umhverfis eða óþekktrar sýkingar). Það er einnig möguleiki að tengslin í Finnlandi séu vegna tilviljunar, einfallt óhappakast teninganna. Ef við skoðum tengsl drómasýki og svínaflensubólusetningar í 20 löndum, má búast við slíku óhappakasti einu sinni.
2. Hvers vegna eru fjölmiðlar svona viljugir að bera á borð orðróm og hálfkveðnar vísur? Fjölmiðlar tóku þátt í að blása upp vafasamar niðurstöður læknisins Andrew Wakefield sem hélt því fram að það væru tengsl á milli MMR bólusetninga (blanda bóluefna fyrir mislingum, hettusótt og rauðum hundum) og einhverfu. Ítrekaðar rannsóknir afsönnuðu tilgátu Wakefields, en engu að síður fékk hún byr undir báða vængi frá fjölmiðlum. Sú umfjöllun leiddi til nútíma þjóðsögu, og þess að að tíðni bólusetninga dróst saman á Vesturlöndum með tilheyrandi áhættu á alvarlegum sýkingum og farsóttum. Ben Goldacre bendir á aukna tíðni mislinga og hettusóttar á Bretlandseyjum síðasta áratug (The medias MMR hoax). Þetta er ekki bundið við Bretland, samanber aðrar bloggfærslur við frétt þessa. Það er því mikil ábyrgð lögð á axlir fjölmiðla um ábyrga og upplýsta umræðu um læknisfræðileg og líffræðileg málefni. Ykkar er að dæma hvort þeir standi undir þeirri ábyrgð.
Líkur á að svínaflensulyf eigi þátt í svefnsýki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
mbl.is virðist ekkert ætla að fjalla um þá gagnrýni á þessi 'líkindi' sem hafa komið fram á öðrum fjölmiðlum.
Sorglegt að lesa hinar þrjár bloggfærslurnar sem tengjast þessari frétt..
Arnar, 2.2.2011 kl. 13:28
takk kærlega fyrir þessa færslu (sem og svo margar aðrar)...þú ert svo sannarlega að vinna þarft starf með þessu bloggi
kv.
klara
klara (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 15:29
Takk nafni og Klara.
Vonandi verður þessi frétt ekki að þjóðsögu. Bóluefni eru ein af bestu uppfinningum læknisfræðinnar, og það er hættulegt að grafa undan notkun þeirra með vafasömum fréttaflutningi.
Á hinn bóginn er einnig ljóst að öll verkfæri læknisfræðinnar þarf að prófa og sannreyna með vönduðum rannsóknum. Við megum ekki trúa á læknisfræðina, heldur virða hana sem þau tilraunavísindi sem hún er.
Arnar Pálsson, 2.2.2011 kl. 16:01
Og stóra vandamálið er?...
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/02/02/telur_oliklegt_ad_boluefni_valdi_dromasyki/
Sýnist sem svo að mbl hafi í þetta sinn birt tvær hliðar á málinu...venjulega sjást nú bara dásemdarfréttir um bólulyf.
Önnur miklu stærri frétt hefur farið fram hjá þér...og mbl líka að hluta til...því mbl birti nú einhvertíman frétt sem tengdist þessu amk. Hvernig væri nú að taka undir þessa gagnrýni á WHO? Þetta er grafalvarleg spilling sem þrýfst þarna, ég sé ekki alveg hvernig við getum treyst á að umræðan verði heiðarlegri í framtíðinni ef ekki er hreinsað til hjá WHO.
EF menn eins og þú, Arnar Pálsson, gagnrýna þetta ekki, hvernig er þá hægt að ætlast til þess að sofandi fjölmiðlar geri það? Og ekki koma með neitt rugl um samsæriskenningar...það er búið að staðfesta þessi tengsl, og gagnrýnin kemur frá ESB stofnun....ekki "samsærissíðu".
Stærstu lyfjafyrirtæki heims beittu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina, WHO, þrýstingi til að stofnunin breytti reglum sínum um hvað teldist vera faraldur þegar svínaflensupestin gerði fyrst vart við sig. Sökum þess að WHO lét undan kröfunum gátu lyfjafyrirtækin mokað út margföldu magni af lyfjum sínum
http://eyjan.is/2010/01/27/lyfjafyrirtaeki-beittu-althjodaheilbrigdisstofnun-thrystingi-til-ad-geta-graett-a-svinaflensufaraldrinum/
magus (IP-tala skráð) 3.2.2011 kl. 05:02
magus
Takk fyrir ábendinguna. Það er gott að mbl.is skuli amk birta gagnrýni sóttvarnarlæknis, en athugaðu að þeir gera engar leiðréttingar við fyrri frétt sína. Þeir stunda bara, hann segir - hún segir, umfjöllun enda virðast þeir ekki hafa neitt skynbragð á vísindaleg efni.
Ég hef aldrei sagt að WHO sé yfir vafa hafinn! Það verða allir, lyfjaframleiðendur, heilbrigðisyfirvöld og fjölmiðlar, að vera metnir eftir sama staðli. Krafan er um staðreyndir, engin hagsmunatengsl, heiðarleika og gagnsæi.
Ég hef tekið undir gagnrýni á starfsemi lyfjarisanna hér, en hef ekki lesið mér sérstaklega til um starfsemi WHO. Ef þeir eru með sömu vandamál og FDA, sem skýrsla ESB bendir til, þá er líklegt að gagnrýni þín eigi við rök að styðjast.
Arnar Pálsson, 3.2.2011 kl. 09:53
Já en er ekki stórfurðulegt hvaða fréttir fá athygli fjölmiðla, og svo hvaða fréttir fá ekki athygli?
ÞAð er varla að það heyrist múkk í fjölmiðlum um þetta WHO mál...en ekki vantaði áhugan hjá fjölmiðlunum þegar koma að því að spila með WHO svínadansiballinu..
Það er oft grínast með það að fjölmiðlarnir okkar séu spilltir og ónýtir...en er ekki nóg komið?
Er ekki líka nokkuð ljóst að WHO er pínulítið of valdamikið...það er líklegra að sjálfur Páfinn fái áminningar í fjölmiðlunum en WHO.
Í sæmilega eðlilegu samfélagi væru forsíðufréttir um þetta, umfjöllun í kastljósi...jafnt á Ísladni sem öðrum löndum, og það væri búið að reka fullt af liði hjá WHO, kæra bóluefnafyrirtækin fyrir mútur og annað...
Allir voðalega sofandi....
magus (IP-tala skráð) 3.2.2011 kl. 11:30
Sé að Kryppan er að vekja athygli á þessu máli:
In light of new evidence that has emerged clearing Dr Wakefield of the allegations that he fabricated study data involving MMR vaccines and symptoms of autism, Dr Wakefield is now publicly demanding a retraction from the British Medical Journal and author Brian Deer. Documents just made public reveal that another medical research team which included a senior pathologist independently documented evidence of a possible MMR vaccine - autism link 14 months before Dr Wakefield's paper first appears in The Lancet -- based on several of the same children appearing in Dr Wakefield's study. (http://www.naturalnews.com/031116_D...)
This evidence, which was just made public, refutes the accusations of fraud leveled against Dr Andrew Wakefield by the British Medical Journal and reporter Brian Deer. This evidence was made available to the BMJ before the publication of their accusations, but they chose to ignore it. Dr Wakefield, in essence, has been falsely accused by the BMJ in what is now being widely recognized as a political witch hunt against the most visible researcher questioning the safety of MMR vaccines.http://www.naturalnews.com/031117_BMJ_Dr_Andrew_Wakefield.html
magus (IP-tala skráð) 4.2.2011 kl. 11:19
Sæll Magus
Það var einmitt það sem ég var að ræða, fjölmiðlar eru því miður of viljugir að birta sögur sem byggja á takmörkuðum gögnum.
MMR sagan er einn slíkur skandall, sem mbl.is var að reyna að blása lífi í með ónákvæmum fréttaflutningi. Þótt íslenskir fjölmiðlar virki stundum lélegir, þá tóku þeir allavega ekki þátt í fáránlegri herferð gegn bólusetningum eins og í MMR-tilfellinu (The media’s MMR hoax).
25 rannsóknir hafa prófað tilgátuna um tengsl á milli bólusetninga og einhverfu, og ekkert fundið (sjá m.a. yfirlit í Doja og Roberts 2006). Þrjár rannsóknir birta tengsl, þar á meðal grein Wakefield frá 1998 sem var dregin til baka. Hinar tvær eru alvarlega gallaðar. Tilgátan um að MMR valdi einhverfu hefur því verið afsönnuð.
Það er hneyksli hvað fjölmiðlar hafa verið tregir til að viðurkenna þessa staðreynd og sín mistök.
Þessi nýjustu tíðindi hafa því ekkert að segja. Það sem þú gleymir að geta er að foreldrar nokkura þeirra 12 barna sem "þátt tóku" í "rannsókn" Wakefields höfðu þegar lagt í málshöfðun gegn lyfjafyrirtækjunum. Í rannsóknum á að velja viðfangsefni af handahófi, ekki tína þau af sérvöldum lista. Með svona sýnatöku er ekkert mál að sanna að allir Sjálfstæðismenn séu þjófar (með því að velja bara Árna Johnsen í sýni) eða að það sé allt í lagi að keyra fullur (af því að ein fyllibytta komst heil heim á bílnum sínum).
Það eru ekki nornaveiðar að gagnrýna Wakefield, hann hefur grafið undan sínu orðspori sem vísindamaður og því lítið mark á honum takandi.
Ítarefni:
Asif Doja and Wendy Roberts Immunizations and Autism: A Review of the Literature The Canadian Journal of Neurological Sciences Volume 33, Number 4.
Arnar Pálsson, 7.2.2011 kl. 12:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.